Ég byrjaði daginn á því að fá mér swissmokka og leifar af jólapiparkökum við kertaljós, á meðan vindurinn lemur húsið að utan svo að brakar og vælir í gamla kotinu mínu í storminum sem nú gengur yfir landið
jólaskrautið er farið að tínast í kassa og niður í geymslu.
Eldhúsgluggin orinn hvítur og einfaldur, engir gamlir hrekkjóttir sveinar þar á sveimi lengur en hrörleg jólagrein fékk að standa áfram í gamalli könnu.
ljósaséríur og pappírsfrostrósirnar fá að hanga í gluggunum á meðan mesta skammdegið er...
eða á meðan enn logar á þeim amk
Ég vona að sem flestir láti glærar ljósaseríur loga áfram í gluggum þó jólin séu búin, enda lýsa þær svo skemmtilega upp umhverfið og það er alveg full þörf á því svona amk út janúar.
Í stofuglugganum brenna leifarnar af jólkertunum í gamalli skál,
og niðri í kjallara brenna leifar af enn fleyri jólakertum.
Mér finst eithvað voðalega sjarmerandi og kósý við þau svona álfniðurbrend..
ekkert fínt eða jólaelgt við þau, en bara huggó á meðan ég pakka niður.
Svo notaði ég mikið hvít kerti í allar skreytingar hjá mér þessi jól og þau standa bara enn og hafa það fínt, koma til með að loga áfram með ljósaseríunum og kallast bara ekki jóla neitt lengur.
já og jólasúkkulaðibitakökurnar mínar eru komnar í poka ofaní kexskúfu og er núna bara súkkulaðibitakex ;) og kökudallarnir komnir í geymslu
(ég finn þá amk ekki gamlar smákökur í þeim fyrir næsta jólabakstur eins og oft áður)
Hafið það sem allra best og munið að lýsa upp skammdegið.
kær kveðja
úúúúú, þetta er bara kósý og notó! Eins og best er á kosið :)
ReplyDeleteMínar hvítu seríur fá sko að loga áfram, í það minnsta nokkrar.
Kveðja til þín mín kæra!
Kósý og notalegt :-) Ég er sammála þér með niðurbrennd kerti, þau eru svo sjarmerandi svona öll beygluð og sæt :-)
ReplyDelete