Top Social

í eldhússkápnum

January 14, 2012
Ég hef horft öfundaraugum á allar opnu eldhúshillurnar sem ég sé hjá flottu skandinavísku bloggsnillingunum,  þar sem hversdagslegum eldhúsvörum er kæruleysislega raðað saman, svo allt er svo þægilega við hendina....
en alveg ægilega smart og snyrtilegt. Skálar, bollar, könnur og töff áhöld, þetta er svo brotið upp með körfum eða boxum með einhverju einstaklega gagnlegu. og jafnvel vírkörfur með eggjum!!! hmmm
 Það er jafnvel skipt út litum eftir árstíðum og hitt bara hverfur sjónum á meðan.

Svo opna ég skápana mína... og ómægod ég gæti aldrey nokkurntímann verið með opnar eldhúshillur í staðin fyrir lokaða skápa, ég segi nú ekki meira.

En.......
í borðkróknum er glerskápur þar sem ég hef verið með ýmislegt gagnlegt, en svona það sem ég dreg framm þegar einhver kíkir í kaffi osfr. og ekkert verið of vel raðað í hann... eiginlega pínu mess stundum.


Ýmislegt var tekið út þegar jólakönnur og diskar var sett inn fyrir jól og þegar því var svo pakkað niður aftur í vikunni ákvað ég að þessi skápur verður bara display eldhúshillan mín,
 þar sem ég tek frá hluti sem mega fara í tímabundna hvíld og breyti til reglulega til að hafa pínu gaman eins og þessar Norsku með flottu hillurnar sínar.

Svo ég tók fallegu kaffi/súkkulaðikönnurnar með bleiku blómunum  og fleyra í þeim dúr
og bætti ýmsu öðru inn í staðinn....
.....sem sumt er mikið notað, eins og nýju fínu Ikea glösin á fæti ...
sem eru svo mátulega fín að ég er alveg in love ;-)


 .......og annað sem er meira til að skreyta með eins og frábæra cupcake boxið sem ég geymi öll fallegu formin í, og hefur bara verið ofan í bökunarskúffu hingað til, en passar svona ægilega vel með Greengate kaffikönnuni og skálinni...... úúúú já ég á sko smá Greengate,
 enda engin opin eldhúshilla eða displey skápur með bloggvirðingu nema hafa smá af þessum munstruðu eðal vörum til að sýna (er amk í öllum opnu ofurkæruleysislegu-fullkomnlega í röðuðu hillunum sem mig langar svo til að eiga) 

 Hér er reyndar óvenju mikið rautt hjá hinni alls-ekki-svo-mikið-fyrir-rautt húsfreyju á þessu heimili, 
en það er nú bara dáldið gaman að leika með pínu liti svona korter eftir jól. og blanda dáldið ólíkum hlutum saman.

Það kom mér mikið á óvart þegar ég fór að skoða málið, að ég hef ekki bloggað mikið um þessar öfundsverðu eldhúshillur, en HÉR eru einhverjar samankomnar í gömlum pósti, svo hafa líklega fleyri ratað með í öðrum póstum en ekki verið merkt með "kitchen shelf" label...  hmmmm betra að passa uppá svoleiðis lagað.





Takk fyrir innlitið og hafið það sem allra best um helgina.
kveðja;





4 comments on "í eldhússkápnum"
  1. úúú þú heppin að eiga Greengate ;-) Æðislega flott boxið með cupcake formunum!!

    ReplyDelete
  2. ps. Mig langar í þessi Ikea glös!!! :-)

    ReplyDelete
  3. Takk Helga, ég var að skoða nýútkominn sumarlista hjá Greengate og ég gæti alveg hugsað mér að eiga ýmislegt þar. En öllu viðráðanlegra er nú að skella sér í Ikea og næla í nokkur svona glös í viðbót. Þau eru svo margnota.

    ReplyDelete
  4. Já ég verð að fara að skella mér suður yfir heiðar og taka smá skrepp í Ikea :-) (vonandi fara þeir að koma til Akureyrar-city)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature