Top Social

á bóndadaginn

January 20, 2012
Í dag er bóndadagurinn og þá munu margir húsbændur fá hefðbundinn þorrabakka með tilheyrandi súrmeti að þjóðlegum sið.  En eins hrifin og ég er af öllu sem er gamalt og þjóðlegt, þá er þorramaturinn ekki eitt af því, og ég er svo heppin að bóndinn er jafnvel enn minna gefinn fyrir þennann þjóðlega sið og kýs frekar steik og vænt glas af rauðu með.
Og til að gera sér dagamun er alltaf gaman að útbua fallegt borð og eiga notalega stund með sínum bónda heima í stofu.

Svo ég ákvað að útbúa einfalt og pínu bóndalegt borð fyrir tvo,  þar sem ég notaði strigaefni sem einu skreytinguna... ekkert blundu dót fyrir bóndann takk, bara einfalt og töff.
Strigaefni var vafið utanum tauserviettur og svo voru steikarhnífapör sett ofaná og  bundin með böndum sem komu af strigaefninu, krukkurnar eru sömuleiðis skreyttar með böndum af strigaefninu.
Bakkinn kemur vel út á heimagerða strigalöbernum og á honum eru drykkjarföng og kertaluktir..sæta tréfígúran á bakkanum er gamall tappatogari, algjör gersemi ;)
Strigaefnið sem ég nota eru kaffisekkir sem ég fékk ég í kaffiverksmiðju hér í bæ, ég bara klipti það niður og straujaði. 
Nógu einfalt og töff fyrir bóndann ekki satt?

 




Vona að þið eigið allar góðann dag með ykkar bónda og njótið þess að stjana við hann í tilefni dagsins.
Eigið góða helgi.
kær kveðja;




6 comments on "á bóndadaginn"
  1. Rosa kósí hjá þér, eigið góðan dag :)

    ReplyDelete
  2. Þetta gerist ekki betra hjá þér. Sjúklega flott eins og vanalega. Eigið gott kvöld, í kvöld.

    Kv. Fríða

    ReplyDelete
  3. Vá hvað þetta er kósý :) eins og reyndar allt á síðunni þinni, ég fylgist alltaf spennt með nýjum færslum. Kær kveðja Guðný Björg :D

    ReplyDelete
  4. Svo kósý hjá þér og bróðir minn heppinn;)

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  5. Flott svona einfalt og gróft -kemur vel út
    Langar að spyrja hvaða litur er á veggnum hjá þér?

    skoða alltaf bloggið þitt -
    mjög skemmtilegt og fallegt heimili sem þú átt :)

    Bestu kveðjur
    Ingibjörg

    ReplyDelete
    Replies
    1. sæl Ingibjörg og þakka þér fyrir.
      Liturinn er fölgrænn, en veit hvorki númerið né nafnið á honum enda eru 5 ár síðan við máluðum. Við máluðum allt húsið svona að innann þegar við fluttum hingað 2007.

      kv Stína

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature