Nú eru að streyma á markaðinn vorlínur hjá öllum flottu heimilis-vörumekjunum. Fallegar heimilislínur í björtum sumarlitum og með ný munstur, og svo margt fallegt sem boðar okkur hækkandi sól og lengri daga með tilheyrandi garðveislum og litagleði.
En það eru nokkrar Danskar vörur sem eru alveg ægilega inn hjá flestum bloggurunum sem ég fylgist með. vörur sem ég vissi ekki af áður en ég fór að skoða heimilisbloggin og auðvitað er ég orðin alveg veik í þetta allt saman.
Eitt af þeim er Ib Laursen, sem er með úrval af fallegum vörum...
fyrir eldhúsið;
Eitt af þeim er Ib Laursen, sem er með úrval af fallegum vörum...
fyrir eldhúsið;
þeir eru komnir með þetta nýja fallega munstur, sem væri alveg dásamlegt að skreyta með á bakka á eldhúsborðinu.. er alveg að sjá þetta fyrir mér.
Fyrir stofuna;
Hér erum við alveg að tala saman.. náttúrulegir tónar, tré, strigaefni og gler
Fyrir konuna sjálfa;
ljóst og rómantískt.
og fyrir garðinn;
grófur leir, sink og tré vörur.
já þetta er nú það sem ég hef fundið úr sumrlínunni frá Ib Laursen, vörulistinn er ekki kominn á netið enn, en ég bíð spennt eftir að skoða hann í heild sinni þegar þeir birta hann á síðunni.
En það er nú eitt og annað sem ég gæti hugsað mér að eignast í þessari litlu upptalningu.
sæl að sinni
kveðja;
Alla malla hvða þetta eru fallegar vörur!!! Á þessum bænum verður listinn skoðaður í þaula þegar að hann kemur !!
ReplyDeleteEn enn og aftur takk fyrir fallega bloggið þitt, ég hlakka alltaf til að líta við!!
Bestu óskir
Ásthildur skessuskott
Æði, nú bý ég í sama bæ og Ib Laursen fyrirtækið er, og því er aðgangur minn að vörunum þeirra mjög aðgengilegur :) En hverjir eru að selja þær á Íslandi?
ReplyDeleteVeit þær fást hjá Evitu á selfossi og ekki ólíklegt að litla garðbúðin sé með þær líka en ekki viss. Mikið væri ég nú til í að vera nálægt fyrir tækinu og hafa þannig aðgang að öllu vöruúrvalinu.... vá hvað mér finst þetta fallegar vörur.
DeleteTakk fyrir innlitið Bertha