'I horninu hjá eldavelinni hefur einum af mandarínu kössunum verið komið fyrir með oliu, kryddi og ýmsu öðru sem ýmist passar ekki í kryddskúffuna eða við einfaldlega viljum bara hafa við hendina.
Kassan langar mig til að lýsa aðeins og setja eithvað letur á hann, en hann fær að vera svona í smá tíma en mun svo líklega lýsast með hækkandi sól ;)
Í körfunni sem hangir þarna geymum við lauk og svo er lítil leirkrús fyrir hvítlauk í kassanum, ásamt dásamlegum saltstein sem keyptur var í Sarasoda, piparkvörn, olíu og kakó í krús (fyrir SwissMokka húsfreyjunnar)
Eldri sonurinn keypti sér tómata um daginn og tikynnti að tómatar ættu ekki að vera í iskáp...
ég reyf þá úr plastumbúðunum og skellti þeim í litla bastkörfu og þá er honum guðvelkomið að geyma sína tómata uppá borði mín vegna.
kveðja,
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous