Top Social

Nýji tímaritakassinn minn // my new magazine crate

February 15, 2013
Ég var að næla mér í nokkra veglega og sterka eplakassa, 
mun sterkari en þeir sem ég hef náð í hingað til svo ég fór að sjálfsögðu að hamstra.
og kippti nokkrum með mér heim og fór að bæsa og leika mér og hér er sá fyrsti tilbúinn, með hjólum sem ég átti til og þjónar sem tímaritakassi til að byrja með.


 Það er að segja þegar hann var búin að sitja fyrir og láta mynda sig í bak og fyrir.
Ég á eftir að ákveða hvað ég ætla að skrifa á kassana en byrjaði á bara beisik upplysingum um að þessi flutti epli til landsins.

Og hvað gerir maður svo við nokkur stk trékassa? 

Ég ætla að gera annann blogpóst seinna í dag með hugmyndum að því hvað hægt er að gera við svona kassa. 
Ef þið eruð eithvað að velta því fyrir ykkur.

kær kveðja 
Stína Sæm

12 comments on "Nýji tímaritakassinn minn // my new magazine crate"
  1. Flottur! Hvar er hægt að nálgast svona kassa????? :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Það komu epli í þessum þar sem ég er að vinna. Það er þá mjög líklegt að þú sjáir græn epli í svona kössum í stórmörkuðunum. En oftast eru kassarnir mun þynnri en þessir.

      Delete
    2. :) ég kíki í stórmarkað...

      Delete
  2. Replies
    1. takk og möguleikarnir kona!! Það er svoooo margt sniðugt hægt að gera við þá

      Delete
  3. Vá!!! Mig langar í kassa!! :-)
    Geggjaður hjá þér,hvernig skrifaðirðu Apple á hann?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég mæli með að athuga hvort svona kassar séu til í stórmörkuðunum, eða bara hafa samband við Banana hf ;)
      ég á stafastensla sem ég skrifaði eftir með blíanti og málaði svo, ósköp einfalt, pússa svo bara yfir. Stenslarnir eru í raun algjör óþarfi, ef þú kannt að teikna.

      Delete
  4. Flott hjá þér eins og alltaf :) er mjög hrifin af stólnum hjá þér...hvað gerðir þú við hann?

    ReplyDelete
  5. Æðislegir kassar!! Geturðu nokkuð sagt mér stærðina á þeim? :)

    ReplyDelete
  6. Ég hef haft augun opin fyrir svona dásemdarkassa í þó nokkurn tíma en ekki fundið, kannski maður fari bara að ásækja heildsölurnar... (eða einhver sniðugur fer að selja þessa snilld sem er annars rusl á spottprís!)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature