Á mínu heimili er löng hefð fyrir því að á föstudögum sé pöntuð pizza (einstaka sinnum bökuð heima) sem er svo borðuð yfir sjónvarpinu, svona dæmigert kósýkvöld held ég.
En þar sem blessuð börnin eru nú orðin mis-fullorðin erum við farin að breita aðeins til öðruhverju.
Kaupum okkur steik og dekrum aðeins við okkur, dekkum upp borðið, kveikjum á kertum og fáum okkur vínglas með matnum,
og þannig var það síðasta föstudag.
Það þarf nefnilega ekki annað tilefni til að slá upp veislu en einfaldlega að það er föstudagur og að við heimilisfólkið erum saman.
Meðan bóndinn græaði steikina lagði ég á borð (mjög skýr verkaskipting á þessu heimili)
Hafði það bara ósköp einfalt og látlaust
og liklega uppsetning sem þið hafið séð áður hjá mér enda er þetta dáldið mikið minn stíll eins og er.
Eigið góðan föstudag,
elskið hvert annað,
og njótið alls þess góða sem lífið byður uppá,
því það eru litlu hlutirnir sem skipta máli.
Kær kveðja;
Stína Sæm
En notalegt hjá ykkur!
ReplyDeleteÞakka þér og góða helgi :)
DeleteKósý heit og góður matur, alveg eins og ég vill hafa föstudaga :)
ReplyDeleteGóða helgi!
já þannig eru föstudagar bestir :)
Deletegóða helgi
Yndislegt..hafið það gott um helgina:-)
ReplyDeleteKv. Erla
heimadekur.blogspot.com
Yndislegt..hafið það gott um helgina:-)
ReplyDeleteKv. Erla
heimadekur.blogspot.com
Takk Erla og hafðu það sem allta best :)
DeleteSå koselig dekket bord! Maten så deilig ut:)
ReplyDeleteGod helg!
Takk og velkommen til min blogg :)
DeleteGod helg
Dásamlegt, takk fyrir frábæran innblástur hvað eftir annað. Hvar fékkstu þessi fallegu hnífapör?
ReplyDeleteKv.
Svandís
Þakka þér sömuleiðis Svandís.
DeleteHnífapörin áttu amma mín og afi og eru alveg dásamlega falleg og gömul.
kveðja Stína