Top Social

á blómlegum mánudegi

February 18, 2013

Hér á Lofsstöðum er svo sannarlega komin örlítill vorfílingur með bjartari dögum.



Í síðustu viku voru ljósaseriurnar enn í öllum gluggum.... 

og þessir snjókarlar höfðu staðið teinréttir við grenitréð sitt í eldhúsglugganum frá því fyrir jól og biðu  þolinmóðir eftir snjónum sem ekki enn hefur látið sjá sig nema í mesta lagi einn og einn dag....
finst mér að minsta kosti.
En eins og við vitum þá líður snjókörlum ekkert sérstaklega vel þegar sólin fer að skína á þá allann liðlangann daginn, svo þeir fengu nú loks að kvíla sig.


og núna sér bara dagsbyrtan um að lýsa upp gluggana á daginn og í staðinn fyrir snjókarlana stendur nú fallega blómstrandi blómið mitt í gluggakistunni


og fallegir hvítir túlípanar standa á eldhúsborðinu.
Mér finst eithvað svo látlaust, tært og fallegt við hvít blómstrandi blóm.


Já það er notalegt að koma heim úr vinnu á daginn og njóta þess að vorið er á næsta leiti og bjartari litir farnir að taka við á heimilinu með sífellt lengri  dögum.


Er ekki frábært að ný vika sé rétt að byrja, 
með nýjum tækifærum og bjartari dögum?

Eigið góða viku og njótið alls þess besta sem hver dagur hefur uppá að bjóða.
Kær kveðja;
Stína Sæm

1 comment on "á blómlegum mánudegi"
  1. Dásamlega fallegt og eitthvað svo ferskt með melónunni, - hvítu túlípanarnir eru undurfallegir og orkídean himnesk!

    Góða helgi mín kæra, það styttist í að við hittumst... bara vika í dag :)

    kk Kikka

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature