Top Social

Bella Notte linen

February 16, 2013
Kannist þið við það að fletta í gegnum myndir á netinu og verða svo hugfangin af því sem þið eruð að skoða að þið finnið heitan il fara um líkamann og fiðring í magann og þurfið bara að passa að andvarpa ekki of hátt? Kannast ekki einhver við þetta?
En svona líður mér alltaf þegar ég skoða síðuna hjá Bella Notte linen (sem þýðir falleg nótt á ítölsku)

rúm mánaðarins
og nú var ég að uppgötva Bella notte bloggsíðuna
og þar er meðal annars alltaf rúm mánaðarins.
Rúmið  í febrúar er þetta undurfallega rúm sem er uppstilling hjá Antique 2 Chic





Það sem heillar mig við rúmfötin eru þessi mörgu lög af efnum og pífum,
alls kyns falleg munstur og litir 


 og svo eru það blúndurnar.
Þvílika fegurðin þegar blúndunum er svo bætt við dásemdina....
Eigum við að skoða það aðeins?





og svo á einfaldleikinn heima hér líka,
og stundum er minna svo sannarlega meira. 


Ekkert rúm er fullkomið nema þar séu nokkrir púðar




Svo kemur hér á eftir smá sneek peek inní þá línu sem er væntanleg




 Mikið hlakkar mig til að renna í gegnum listann þeirra þegar þetta er komið í loftið,
bara elska þennann blúndubekk á efninu.

En svo eru það blessuð börnin.


 þetta fallega barnaherbergi hér að ofan rakst ég á á blogginu og er það ekki dásamlegt? svo nutral og grand. 

í listanum hjá þeim eru svo ótalmörg falleg barnarúmföt, í bleiku og bláu að sjálfsögðu og  fullt af fallegum hlutlausum litum
Njótið vel 
kveðja; 
Stína Sæm
2 comments on "Bella Notte linen"
  1. Gaman að skoða hjá þér svo fallegt.........

    ReplyDelete
  2. Vá hvað þetta er allt saman æðislegt, allt fullt af blúndum, fallegum litum og flottum hugmyndum, takk fyrir þetta!

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature