Top Social

gamalt, gróft og endurnýtt....

February 5, 2013
 Það er næstum liðið ár síðan ég útbjó gestaherbergið í kjallaranum,
ég sýndi ykkur það hér inni þegar það var tilbúið en svo hefur kjallarinn yfirhöfuð lítið komið við sögu hér inni á blogginu síðan.
Það hefur nú ekki miklu verið breytt þarna á þessu liðna ári nema nokkur smáatriði...

gardinur voru loks setta upp núna fyrir jólin (ekkert smáræðis afrek á heilu ári ) ......

nýjir púðar settir þarna inn og svo fengum við hjónin okkur nýja sæng á janúarútsölunni (og geggjuð rúmföt sem ég á eftir að monta mig af einn daginn) svo gamla sænginn flutti niður.
já ok, hún er kanski heldur stór í gestarúmið en mér finst það bara dásamlega mjúkt og flöffí svona

til fóta eru svo myndasögubækur og krúttlegar töskur, með litum og fleiru skemmtilegu fyrir unga gesti

 og í hillunni eru svo þessar frábábæru bækur sem Gunni minn átti, um múminálfana og Paddington bangsa .

 Mér finst  þessar bækur alveg æðislegar.. svo dásamlega retro og kúl eithvað.



og þar hafiði það !
Er þetta ekki bara pínu huggó og flott?
Oggulítil  andstæða við hvíta rómantíska lúkkið á efri hæðunum kanski.

Rúmið henntar einstaklega vel fyrir kósy myndatökur,
og um síðustu helgi fékk morgunverðar bakkinn minn smá myndatöku þar, það var drungalegt rigningarveður svo birtan varð að vísu dáldið undarleg.
 Á bakkanum var  mangosafi, grísk jógúrt með músli og berjum, ofboðslega óhollt crossant og kaffi, sem kólnaði  að vísu hratt á meðan.  
Myndarlegur morgunverður á laugardagsmorgni sem rann ljúft niður eftir myndatökuna (nema kalt kaffið) og einhverjar myndir get ég líklega nýtt í kósy helgarpóst við tækifæri.












Stína Sæm



5 comments on "gamalt, gróft og endurnýtt...."
  1. Svooooooo flott, eins og mér finnst rómantíkin falleg hjá þér þá fíla ég þetta líka í ræmur :-)

    ReplyDelete
    Replies
    1. óójá ég líka, það er ótrúlega gaman að geta leikið sér með allt annann stíl í öllum kjallaranum.

      Delete
  2. Dásamlega flott og hlýlegt. Spýtan fyrir ofan rúmið vekur athygli mína, er þetta rekaviður? Ferlega töff :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. takk fyrir það
      Spýtuna reif ég af mjög veðruðu og illa förnu vörubretti og notaði svo naglana úr brettinu sem snaga..... einfaldasta DIY verkefni sem þú finnur :)

      kv Stína

      Delete
    2. Alger snilld, verð að prufa þetta ;)

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature