Top Social

Nýju fínu skálarnar mínar.

February 28, 2013
 Ég sagði ykkur frá því í síðustu viku að ég væri að fara á námskeið í að skreyta skálar ....


og ég kom heim með eina fallega skál og er svo búin að gera eina í biðbót svo nú á ég þessar tvær bjútibombur.

og hér sést svo að þær eru pínulítið skreyttar að innann líka .
Nú er bara að næla sér í fleyri myndir og skálar.
já og eithvað fleyra líka og halda áfram að skreyta...... 
þetta er svooo ótrúlega gaman


Eigið góðann dag
 kveðja,
Stína Sæm

Heima hjá stílista / The stylist´s home

February 27, 2013
Stílistinn Tahani skapar falleg og hugmyndarík heimili.
Hennar eigið heimili er þar engin undantekning.

Interior stylist Tahani lives by creating beautiful and inspiring home. 
Her own is no exception!
Lets look around in this beautiful home.



Skoðum okkur aðeins um á þessu skemmtilega heimili.






































boligpluss.no


Stína Sæm



fallega skreyttar skálar.

February 22, 2013
Ég fæ seint leið á að dáðst að fallegu leirtaui og þá sérstaklega fallega munstruðum skálum, könnum og bollum.  
Stakar dásemdir, sem saman mynda eina fallega fjölskyldu þar sem hver hlutur fær að  njóta sín með sinn einstaka sjarma og hver hefur sitt hlutverk á heimilinu. eiginlega held ég að maður eigi seint of mikið af þannig dásemdum.



Í vetur rakst ég á þessar undurfallega skreyttu skálar hjá listakonunni og fagurkeranum Auði Skúla,
og lét mig dreyma um... nei ég var bara nokkuð ákveðin í að eignast  eina svona skál frá henni einn daginn.

Síðan hafa þær bæst við ein af annari og það hver annari fallegri. 
 sjúskaðar, þreyttar og svo undurfallegar með sitt blómamunstur og skrautborða eins og þær séu vel komnar til ára sinna.


Ég réð mér því varla af kæti þegar ég sá að fyrirhugað væri námskeið þar sem hún kennir okkur að skreyta skálarnar. 
og það ekki bara fyrir konur norðurlandsins heldur okkur sunnan konur líka.
















Eru ekki allir sammála mér um að fallegri skálar eru ekki auðfundnar?


og núna um helgina mun ég eignast mína eigin skreyttu skál 
og eithvað fleira fallegt í framhaldi vona ég.
ég efast ekkert um að ég mun njóta þess að læra eithvað nýtt í góðra kvenna hópi undir leiðsögn skreytilistakonunnar sjálfrar.

Meira um námskeiðið á facebook/auskula 



ég treysti á að eithvað nýtt og fallegt til að deila með ykkur
 verður komið inná heimilið eftir helgi.
kær kveðja
Stína Sæm

Nýtt/gamalt á heimilinu

February 19, 2013
Það læðist alltaf öðru hverju eithvað nýtt og spennandi hingað heim..
og stundum ef ég er heppin er þetta nýja bara alls ekki nýtt.....



 heldur eldgamalt eins og þessi gamli gler vínkútur sem við fundum í geymslunni hjá tengdó,
 (hún vissi svosem nákvæmlega hvar, í yfirfullri geymslunni hann væri) 

þetta kallaði að sjálfsögðu á smá enduruppröðun,
brúnt gler passar vel með grænum glerkútnum, kertaafgangar í gömlum diski úr góða hirðinum og einn hvítur túlípani lifgar svo upp á allt saman og minnir okkur á bjartari tíma.


já við vorum búin að ræða það eithvað í síðasta pósti að vorið sé á næsta leiti, dagurinn orðinn lengri, seríurnar komnar niður og blómin njóta sín á borðum.

En enn verður svo ósköp dimmt á kvöldin svo að........


.....ein serian fór ekki langt í bili.
Á kvöldin er svo bara að skella í samband og konan er voða sátt.

já tíðarandinn gengur í hringi. 
Litaðar glerflöskur, vínkútar og kopar sem fyrir stuttu síðan þótti nú ekki gjaldgengt og flott

 en fær nú nýtt líf á nýjum tímum.



Í sömu ferð og kúturinn góði fanst hjá tengdó, vorum við að sækja eldgamlann og alveg æðislegann sparksleða sem þær systurnar höfðu átt og rennt sér á sem börn.
Ég hef verið að bíða eftir snjófærð til að stilla honum upp og nota hér á blogginu, en ætli ég endi ekki með mynd af honum í forstofunni eða á snjólausri stéttinni, 
en hann er algjör gersemi.
og á eflaust eftir að njóta sín vel hér úti næsta vetur.

kveðja 
Stína Sæm

á blómlegum mánudegi

February 18, 2013

Hér á Lofsstöðum er svo sannarlega komin örlítill vorfílingur með bjartari dögum.



Í síðustu viku voru ljósaseriurnar enn í öllum gluggum.... 

og þessir snjókarlar höfðu staðið teinréttir við grenitréð sitt í eldhúsglugganum frá því fyrir jól og biðu  þolinmóðir eftir snjónum sem ekki enn hefur látið sjá sig nema í mesta lagi einn og einn dag....
finst mér að minsta kosti.
En eins og við vitum þá líður snjókörlum ekkert sérstaklega vel þegar sólin fer að skína á þá allann liðlangann daginn, svo þeir fengu nú loks að kvíla sig.


og núna sér bara dagsbyrtan um að lýsa upp gluggana á daginn og í staðinn fyrir snjókarlana stendur nú fallega blómstrandi blómið mitt í gluggakistunni


og fallegir hvítir túlípanar standa á eldhúsborðinu.
Mér finst eithvað svo látlaust, tært og fallegt við hvít blómstrandi blóm.


Já það er notalegt að koma heim úr vinnu á daginn og njóta þess að vorið er á næsta leiti og bjartari litir farnir að taka við á heimilinu með sífellt lengri  dögum.


Er ekki frábært að ný vika sé rétt að byrja, 
með nýjum tækifærum og bjartari dögum?

Eigið góða viku og njótið alls þess besta sem hver dagur hefur uppá að bjóða.
Kær kveðja;
Stína Sæm

Sætur sunnudagur með Pastry affair // sweet sunday with Pastry affair

February 17, 2013
Planið var að gera rosalega sætann sunnudagspóst í dag, sumarlegann og sætann með pastellitum og sætabrauði. 
En svo rakst ég á þessa dökku og drungalegu en ofur töff og flottu síðu og bara varð.
Hér er margt girnilegt að sjá og margar fremur áhugaverðar og sérstakar uppskriftir, og margar þeirra í hollari kanntinum eins og gróft og girnilegt morgun granola og allskyns öðruvísi brauð.
og svo eru við að sjálfsögðu með alvöru sætt á þessum sunnudegi.

coconut raisin granola

coconut waffles


caramel apple granola

banana-rum-bread

summer berry pavlova

chocolate cherry cake


smores pancakes.

maple roasted peaches with coconut whipped cream

cinnamon roll cookies


bourbon peach thyme jam

triple coconut cookies



almond cardamom rolls

pear crisp

lemon poppy seed rolls.

cranberry flaxseed muffins

chocolate chunk ginger cookies.

Ég mæli með að þið kíkið á síðuna og flettið í gegn.
Þarna er meira að segja hægt að finn ofurholla quinoa grauta og hún pælir og veltir hlutunum fyrir sér með okkur og ekki skemmir myndatakan fyrir.
Bráðskemmtileg stelpa sem gaman er að heimsækja á pastryaffair.com
og svo er hægt að finna myndirnar á pinterest//pastryaffair



Eigið sætann og ljúfann sunnudag elskurna
kveðja 
Stína Sæm

Auto Post Signature

Auto Post  Signature