Litla ömmugullið mitt varð eins árs 20. nóvember og
svo um helgina var haldin afmælisveisla fyrir litla gleðigjafann okkar.
Myndirnar í þessum pósti fékk ég hjá frænku mömmunar, (nema þær sem eru merktar blogginu)
sem tók svo fallegar myndir og leifði mér að nota þær.
Veislan var haldin heima hjá pabbanum og foreldrarnir (sem ekki búa saman lengur) sameinuðust í að undirbúa fallega og notalega veislu svo allt folkið hennar Írisar Lind gat komið saman og átti góðar stundir á deginum hennar, og ég er svo stolt af ungu foreldrunum og litla dásamlega gullmolanum mínum.
Bræðurnir,synir mínir með afmælisbarnið
Veisluborðið.
Rósir, fiðrildi og mildir pastellitir,
aðalega bleikt og grátt
sætt, gamaldags og svo dásamlega einfalt.
Rósarmuffins í fallegri körfu,
bara pínu krúttlegt finst mér.
Rósarkakan sem er svo vinsæl í dag varð fyrir valinu og passaði fullkomnlega.
og fallegar piparkökur klikka aldrei.
Litla afmæliskrúttið.
Mjólk og bleikt gos (kristall og berjasafi) fór vel ofan í börnin.
En falleg veisla, greinilega undirbúin af mikilli natni og umhyggju. Til hamingju með ömmugullið
ReplyDeletetakk innilega, og jú við nutum þess amk að undirbúa veisluna :)
Deletehappy birthday!!!!! angie
ReplyDeleteThank you Angie :)
DeleteTil hamingju með ömmustelpuna :) Ekkert smá flott veisla!
ReplyDeleteTakk innilega mAs, fyrir fallega og dýrmæta kveðju eins og svo oft áður.
DeleteEkkert smá falleg afmælisveisla sem hæfir vel svona fallegri stúlku :) Til lukku með ömmustelpuna flottu !
ReplyDeleteknús í þitt fallega hús <3
Kristín Vald
Takk elsku Kristín, það er svo gaman að dúlla með svona stelpu stíl, óháð skrípó fígúrum eða öðru sem tekur yfir seinna meir.
Deleteknús á þig elsku vinkona
Stína Sæm