Top Social

Aðvenntustemning

November 30, 2014
Hér er bara notaleg aðvenntustemning þó úti geysi mikið ofsaveður hér á Suðurnesjunum. 
Hef verið að jólastússast alla helgina og nýt þess núna að hlusta á jólatónlist við þægilega byrtuna af jólaseríum og kertum.




Notalegt í stofunni. 




Í eldhúsglugganum er nú kveikt á fyrsta aðventukertinu,
og ég óska ykkur notalegrar aðventu.

Aðventan finst mér alltaf dásamlegur tími og hér óma hátíðleg jólalög í botni á meðan húsfreyjan skreytir og stússast og syngur hástöfum.... 
Þakklát fyrir umburðarlinda sambýlismenn...... 
(sem eru eiginmaðurinn og sonurinn)

Með notalegri aðventukveðju
Stína Sæm




2 comments on "Aðvenntustemning"

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature