Hér er bara notaleg aðvenntustemning þó úti geysi mikið ofsaveður hér á Suðurnesjunum.
Hef verið að jólastússast alla helgina og nýt þess núna að hlusta á jólatónlist við þægilega byrtuna af jólaseríum og kertum.

Notalegt í stofunni.
Í eldhúsglugganum er nú kveikt á fyrsta aðventukertinu,
og ég óska ykkur notalegrar aðventu.
Aðventan finst mér alltaf dásamlegur tími og hér óma hátíðleg jólalög í botni á meðan húsfreyjan skreytir og stússast og syngur hástöfum....
Þakklát fyrir umburðarlinda sambýlismenn......
(sem eru eiginmaðurinn og sonurinn)
Með notalegri aðventukveðju
Stína Sæm
Svo notalegt og kósí hjá þér:)
ReplyDeleteknús Sif
Takk elsku Sif,
DeleteAðventukveðja til þín,
Stína