Top Social

Páskalilju tilraun.

March 17, 2013
Mér finst laukblóm eins og páskaliljan alveg vera málið þessa dagana og eins og þið sáuð kanski í bloggpóstinum í gær, þá gæti ég hugsað mér að hafa þá út um allt og ekkert lítið af þeim. 
og þar sem páskaliljur vaxa í beðunum hjá  mér á svæði sem ég er ekki mikið að njóta nema á sumrin, þá fanst mér alveg tilvalið að færa þá bara inn.

og eins og þið sjáið á þessum myndum þá hafði nú farið misvel um þá þarna úti í beði, sumir voru jafnvel að brjóta sér leið frammhá grjóti svo sprotarnir voru sumir frekar beiglaðir og skakkir.



En eins og þið sjáið hér á myndunum sem ég tók svo degi eftir að þeir komust inn í hús þá réttu þeir aldeilis úr sér og hafa rokið upp á einum sólahring.
Mér líkar bara vel þetta ófullkomna útlit á þeim, finst þeir svo villtir og skemmtilegir og á eflaust eftir að næla mér í fleyri þegar nær dregur að páskum svo þeir séu þá í blóma á réttum tíma.
Ætla að athuga hvernig þessir vaxa og blómstra.

Fyrir þau ykkar sem eruð á þessari ófullkomnu línu eins og ég og þolið lauka og stilka sem bera þess merki að hafa kúrt á kafi í mold allann veturinn, þá mæli ég með því að prufa og um að gera að hafa ekkert of miklar áhyggjur þó þeir séu beiglaðir og skakkir, þeir eru svo þakklátir fyrir að komast inn í hlýjuna að þeir rétta úr sér, slétta úr blöðunum og fara að vaxa á fullum hraða.
Svo er bara að hreinsa þá og þurka og planta þeim aftur út í beð í haust.

Mikið hlakkar mig til að gera páskalegt hjá mér í vikunni með þessum elskum.
og þegar þær fara að blómstra ...
jeminn hvað það verður þá fallegt og páskalegt í kotinu.


Gangi ykkur vel að grafa upp laukana í garðinum,
með kveðju frá hinni laukóðu húsmóðir úr Keflavíkinni.

Stína Sæm


1 comment on "Páskalilju tilraun."
  1. Oooooo þeir eru bara krútt þessar elskur. Ekki nema von að þeir hafi rétt úr sér þegar þeir voru komnir í þetta fallega umhverfi.
    Páskakveðjur,
    Svala Eiríks

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature