Lítil systkini eru í pössun hjá mér núna um helgina, svo ég hef verið allt of upptekin til að huga að blogginu og föstudagspósturinn liggur hálfkláraður í tölvunni... geymi þær myndir bara þar til síðar.
Er að hafa allt of gaman að því að sinna þessum litlu gormum og snúast í kringum þau en er ekkert búin að gleyma ykkur alveg.
Í dag skein sólin skært og borðstofuglugginn varð svo sumarlegur svona baðaður í sólargeislunum, svo ég smellti af einni sumarmynd, en annars var tíminn notaður, meðan litla Rósin mín svaf, til að ryksuga og þurka af, því sólin að sjálfsögðu afhjúpar allar syndir húsmóðurinnar.
Svo gafst smá tími í einn kaffi og að kikja í nyja H&h
og svo fórum við aðeins út í góða veðrið, hittum á ísbílinn og kiktum aðeins á kofann.
Þannig að ég er að njóta helgarinnar og vona að þið gerið það líka.
Kær kveðja;
Stína Sæm
Yndislegt hjá þér.
ReplyDeleteHafðu það gott sömuleiðis..
Bkv. Erla
Heimadekur