Top Social

páskaliljurnar.

March 25, 2013
Eins og ég sýndi ykkur í bloggpósti um daginn þá gróf ég upp nokkra páskaliljulauka úr garðinum hjá mér um síðustu helgi og gróðursetti þá í potti og gamalli súputarínu hér inni í stofu.


Svo núna á laugardaginn þegar ég vaknaði voru laukarnir farnir að blómstra með sínum fallegu gulu blómum eftir eina viku inni í hlíjunni,
 en þegar ég ætlaði að fara að mynda þá í öllum sínum blóma seinna um daginn höfðu greyin lognast út af og virtust vanta allann stuðning þar sem þeir stóðu í öllu sínu veldi upp úr moldinni.
og höfðu staðið þar reistir og stoltir alla vikuna,

Svo ég reif þá aftur upp úr pottunum, án þess að hafa náð almennilegri mynd af þeim þar, skolaði þá og skellti þeim bara í stórar glerkrukkur.
 blómavasinn sem ég ætlaði í verkið var ekki heppilegur í laginu, of mjór neðst fyrir laukana,
í krukkunum fá páskaliljurna þann stuðning sem þær þurfa þar sem þær eru frekar háar..

pínulitlir og sætir blómlaukar voru sóttir út í garð í staðinn og settir í súputarínuna og þar fer ósköp vel um þá innanum stórar og reisulegar páskaliljurnar.


Ef þið eigið páskaliljur úti í garði þá mæli ég með því að kippa þeim inn núna og þá ættu þær að vera orðnar blómlegar og fallegar um páskana,  
Það er bæði fallegt að gróðursetja laukana inni og að setja þá í glervasa og bæta við greinum og skrauti.
Sjáið hvernig Dossa hjá Skreytum hús gerði páskasreytingu í fyrra.
Algjör snillingur hún Dossa. 



Hef ekkert verið mikið að skreyta hjá mér fyrir páskana en þetta finst mér bara svo einfalt nátturulegt og bara svo mikið vor í loftinu þegar allt fer að blómstra hér inni.
Ég ætla amk að leika mér meira með laukana og greinar í vikunni og hlakka bara til að koma heim úr vinnu og  bjartir og blómlegir litir taka á móti mér.

Hafið það sem allra best
kveðja 
Stína Sæm

1 comment on "páskaliljurnar."
  1. Þvílík spretta :) Og mikið rosalega er þetta krúttlegt þarna í súputarínunni...ég þarf eiginlega að potast aðeins út í garð hjá foreldrum mínum (á nefnilega ekki garð) og ræna nokkrum laukum :)

    Eigðu góðan dag!
    Margrét

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature