Top Social

Prinsinn á heimilinu

March 7, 2013
Hér á heimilinu býr einn eðaltöffari,
hann er  6 ára gamall Cavalier sem lætur ekkert frammhjá sér fara,
fylgist með öllu sem ég geri og þarf alltaf að vera með.

Hér var ég að brasa í stofunni og ætlaði að mynda punteríið mitt, 
þegar prinsinn sjálfur stillti sér upp....


og vildi athyglina út af fyrir sig,
 enda mun, mun fallegri en allir kertastjakar og blóm heimilisins samanlagt.
Ég meina....  það er bara ekki hægt að standast þessi augu.


En já þessi póstur átti að vera um punteríið á bakkanum...
hér er eithvað eldgamalt, eithvað flunku nýtt, eitt DIY , nytjamarkaðsfundur og fundur í geymslu foreldra minna og vinkonu, allt á einum bakka.
Kopar, tré og gler saman í sátt og samlyndi.
já og litli loðboltinn minn í bakgrunni.

Eigið góðann dag í dag.
Kær kveðja
Stína Sæm
11 comments on "Prinsinn á heimilinu"
  1. hehehe....bara flottastur og smellpassar svona í settið :-)

    knús
    Kristín

    ReplyDelete
    Replies
    1. haha já ég veit ekki hvort það sé tilviljun, en þessi elska passar voða vel við heimilið yfirhöfuð :)

      kveðja og knús

      Delete
  2. jiii dúllan ! :-) yndislega fallegur !

    Knús
    Erla
    heimadekur

    ReplyDelete
    Replies
    1. já hann er sko algjör dúlla, með langa lokka og krúttlegustu augu ever ;)

      Delete
  3. hann passar akkúrat þarna inn :) hvað ertu með á sófanum, er þetta bara efni sem þú breyðir yfir hann? er með einn frekar snjáðann er alltaf að leita að sniðugum hugmydnum til að peppa hann upp ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. sæl Ásta
      Þetta er bara efni sem ég átti uppí skáp, hafði verið að nota teppi á hann því áklæðið er að verða dáldið mikið slitið, en svo virkar þetta efni mikið betur. Það er bara ófaldað og einfaldlega lagt á sófann.

      vertu annars velkomin, alltaf svo gaman að sjá ný andlit "kommenta" hérnar.
      kveðja
      Stína

      Delete
  4. Hann er svo flottur þessi voffi,gaman að kíkja hér hjá þér. þú ert snillingur,allt svo fallegt.....

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk innilega fyrir það og vertu velkomin.

      kveðja Stína

      Delete
  5. Þessi er nú bara sætastur! Alveg hreint (v)offalega fallegur :) sem og allt hitt fíneríið!

    *knúsar

    ReplyDelete
  6. Er kappinn ekki bara "inspírasjónin" þín - það var ekki svona kósý þegar ég kom til þín, enda mörg ár síðan og Logi lítt þroskaður. Hann passar fullkomlega inn í þessa flottu umgjörð. Gaman að fylgjast með þér.
    Kv. úr Hafnarfirðinum
    Guðrún Lilja

    ReplyDelete
    Replies
    1. sæl Guðrún og takk fyrir innlit til mín hér inni :)og jú ég held það sé engin tilviljun að hann passar við heimilið eins og hann sé eitt af skrautinu.. svo passar hann inní fjsk með sinn rauða lit eins og hann sé genatengdur. Þessi prins setur svo sannarlega sinn svip á heimilið.
      þarf nú að fara að hitta þig og þína prinsa.
      kær kveðja að sunnan

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature