Top Social

Hversdags blogg á mánudegi

March 11, 2013

það er alltaf svo ósköp ljúft að skríða heim úr vinnu og huga að blogginu.
ný vinnuvika er gengin í garð með nýja möguleika og hækkandi sól, sem þyðir bara að það er þeim mun meira eftir af deginu þegar heim er komið, meiri tími til að draga upp myndavelina og deila með ykkur þvi sem netrápið er að skila mér hérna heima.


En því meira sem ég rúnta um bloggsíður og pinterest því fleyri hugmyndir fæ ég til að gera heimilið mitt eins og ég vil hafa það. 
Huga að smáatriðunum og möguleikum til uppröðunar.

Kaffibollinn, kertaljós (virkar svo notó þó að bjart sé úti) og bloggrúnturinn við eldhúsborðið eftir vinnu er mitt uppáhald. 

Eldhúsið er hjarta heimilisins er það ekki? 
með kaffivelinni - eða teskápnum, eftir því hvernig liggur á húsfreyjunni, er það aðal lífæð heimilisins .
Hér var svo verið að bæta nokkrum nauðsynjum við í eldhúsið ..... 
og ég er ko ekki að tala um krydd og olíur!
dagatal, hitamælir, puntuhandklæði og myndir af te og kaffijurtum....
sem er auðvitað einungis til gagns og fróðleiks.
En ekki hvað.
Ég er amk orðin nokkuð sátt við hornið í eldhúsinu, fanst það alltaf frekar dauft og snubbót.
en snaginn fallegi sem ég keypti í Evitu um daginn og diskamottan með hankanum lagði línurnar fyrir restina, sem hafði verið að leita að sínum stað í þónokkurn tíma.



Njótið þess að í dag er þessi frábæri mánudagur og eigið góða viku.
Kær kveðja 
Stína Sæm

Auto Post Signature

Auto Post  Signature
8 comments on "Hversdags blogg á mánudegi"
  1. Beeeeeeejútífúlt! Bara svoleiðis, kósý og notó :)

    ReplyDelete
  2. ohhh ég elska hjartað þit (eldhúsið) :-)

    Te og Kaffi skápurinn er hreinn unaður !

    Hafðu það gott.

    mbk. Erla
    heimadekur

    ReplyDelete
  3. Dásamlegt allt saman, elska skápinn þinn og bara allt! Flott hvernig þú hengir upp myndirnar svona tvær saman þannig að þær skarist, aldrei hefði mér dottið þetta í hug, alltaf svo gaman að fá nýjar hugmyndir :)

    ReplyDelete
  4. Þú mátt sko vera sátt við hornið þitt því það svoooo fallegt. Allt passar svo vel saman :-)

    ReplyDelete
  5. Mér finnst svo gaman þegar þú sýnir okkur myndir af fallega heimilinu þínu,þar er svoooo margt fallegt að sjá!

    ReplyDelete
  6. Så himla vackert ni har...
    Kram
    Carina

    ReplyDelete
  7. Flott hjá þér,,,,,,hvar get ég fengið svo skáp,,,,,fynnst hann frábær og myndi sóma sér vel hér í sveitinni minni,,,,,kv Kristín

    ReplyDelete
    Replies
    1. skápinn fékk ég að visu að gjöf, en er nokkuð viss um að hann fékst hjá 1928 eins og margt annað hér hjá mér. Það eru nokkrar búðir með sæta skápa svipaða þessum og diskarekka ofl sætt i eldhúsið, eins og Evita og Sjöfn báðar á Selfossi, Púkó og smart á laugarveginum, og sjáfsagt margar fleiri sem eru með svona sveita rómantík.

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous