Ér er pínu veik fyrir póstulíns bollum og draumurinn hefur lengi verið að eiga gott safn af stökum bollaþrennum. (bolli+undirskál+diskur)
Með því þarf ég ekki að velja eitt stell, þegar svona ótrúlega mörg falleg stell eru til,
og svo finst mér alveg hrikalega smart að leggja á borð með ósamstæðum fallegum póstulins bollum.
Ég hef þó ekki mikið verið að sanka að mér svona bollum, en hef lengi átt tvo Mávastellsbolla og fyrir nokkrum árum keypti ég mér eina þrennu sem er kremuð með fallegri vínrauðri rós, alveg einstaklega stínulegir litir og hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér.
En svo er ég ótrúlega hrifin af Rosenborgar stellinu og fyrir skömmu rættist langþráður draumur,
þegar ein þrenna þaðan bættist í litla safnið mitt.
og kósý stund með kaffi, súkkulaði og fallegt tímarit hefur aldrei verið betri,
(eins og ég deildi með ykkur hér)
Nú eru fínu bollarnir orðnir fjórir og þá held ég að formlega sé ég komin með póstulíns-bolla-safn... að vísu eru tveir eins, en það er alveg leyfilegt.
og þar sem bollarnir eru minni en hversdags ikea bollarnir mínir og kaffivelin mín skammtar kaffið aðeins of mikið í þá ... amk fyrir þá sem vilja mjólk í kaffið sitt, þá kemur undurfallega mávastells kaffikannann að góðum notum :)
Málið er ekkert endilega að láta diskana stemma við bollana
(en borgar sig þó að hafa bollana á réttum undirskálum)
svo er bara að bæta við gömlum dúkum og tertudiskum og ekki er verra að hafa gömul hekluverk með.
og sjáið.. núna get ég lagt á borð með ósamstæðum fallegum póstulíns bollum!!
Eigið fallegann sunnudag
Mjög fallegt! Ég kíki reglulega hér inn að skoða allar fallegu myndirnar þínar.
ReplyDeleteKveðja, Þorbjörg laumulesari.
mer finnst naestum eins og eg se komin i kaffibod til thin....
ReplyDelete