Top Social

jólin og nátturan

November 20, 2012
Hér kemur fyrsta jólamyndasyrpa ársins.
 Fyrir valinu eru myndir fengnar héðan og þaðan af netinu, eins og svo oft áður. 


Myndir af léttri jólastemningu eins og ég gæti hugsað mér að hafa hér heima, einfaldar skreytingar í nátturulegum litum með könglum og greni, sem allt eins geta átt við núna þó enn sé eithvað  í aðventuna.

En ég mæli alveg með því að byrja snemma að setja upp notalegar kertaskreytingar,
 sem ylja okkur í skammdeginu, og minna meira á veturinn og náturuna en jólin sjálf. 
Svo er hægt að bæta smátt og smátt við öllu jólalegri hlutum og litum.
Landlige hjem
það er hlýleg stemning hér á ferð og það var vel þess virði að finna uppruna þessarar myndar, 
en sem betur fer er myndin mergt eigandanum og svo fletti ég bara til baka þar til ég fann bloggpóstinn. en þarna bættist enn ein skrautfjöðurinn í stóra hattinn minn, sem geymir allar fallegu bloggsíðurnar sem ég fylgist með.

Flickr
Kakó, piparkökur og kertaljós er þrennt sem ekki klikkar á þessum árstíma.

bonnature.blogspot.nl
Hér er skemmtileg samsetning sem vel á við sem vetrarskreyting, gömul trappa með skauta, bók, lítið kerti og kaffibolla að sjálfsögðu og svo gæra í bakgrunninum.


lillelykke.blogspot.com
Samansafn af hangandi litlum kertaluktum og glerkúlum í trégrein.
(hmmm á svona grein og luktir og fallegar glerkúlur....)

decordeprovence.blogspot.com
Undurfalleg og einföld borðskreyting
í myndasyrpu sem Decor de provence deilir með okkur, á sinni fallegu síðu.


Þennann krans gæti ég hugsað mér að útfæra á ýmsann hátt og nota allt árið um kring.

ullamaijahanninen.net
Þetta finst mér infaldlega gordjös... 
og langar svoo til að gera mér eithvað svipað.

heltenkelthosmig.blogspot.com
Svo einfaldar skreytingar á þessum kertaglösum og þessi siða er líka þess virði að kikja á,
en hún Anna Malin tekur undurfallegar myndir á síðunnni sínni.

miasinterior.blogspot.com
Grenitré í sinkfötu, standandi uppá stól í felagi við kertalukt...
einfalt og fallegt, langar í svona í forstofuna hjá mér.
marieelisabethsrum.blogspot.com
Bloggsíða sem algjört möst er að skoða, algjört augnkonfekt í hverjum pósti.
 Snillingur í skreytingum og myndatökum þarna á ferð.

Svo einfaleg og svo fallegt.


meandalice.blogspot.com
Enn ein frábær bloggsíða sem ég mæli með að þið kíkið á, 
mig hlakkar til að fylgjast með  jólunum  hjá Me & Alice Vonandi eruð þið sátt við þessa litlu jólastemningu, og kanski eru hér einhverjar hugmyndir sem kvikna.
amk er ég komin með sittlítið í huga sem mig langar að gera.
og heimilið er þegar farið að taka á sig mynd af hvítum jólum og vetrarstemningu.
Hafið það sem allra best
Stína Sæm


1 comment on "jólin og nátturan"
  1. Takk fyrir að deila þessum fallegu myndum, mynda svo sannarlega stemmningu :)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature