... er nýr veitingastaður í Hamarshúsinu
á móts við smábátahöfnina, sem mig langar til að sýna ykkur í dag.
Elsku eiginmaður minn bennti mér á heimasíðuna þeirra eftir kvöldverð þar með vinnufélögunum en hann vissi svo sannarlega að frúnni myndi líka staðurinn,
og það var engin spurning að þarna var sko kominn næsti bloggpóstur til að deila með ykkur á föstudegi.
og það var engin spurning að þarna var sko kominn næsti bloggpóstur til að deila með ykkur á föstudegi.
Staðurinn er skemmtilega innréttaður, í mátulega hráum industríal stíl en þó svo hæfilega notalegur og hlílegur.
Þar sem ber steipan spilar skemmtilega saman með hráum viðnum og leðri....
ohh my...Sjáiði ljósin í loftinu!
og skrautið sem prýðir veggina,
algjör snilld.
já og þessar hillur...
mig langar í svona í kjallarann hér heima ;)
Svo held ég að ég þurfi ekkert að segja hvað mér finst um þennann vínrekka...
hann er búinn til úr tré vínkössum og fullur af rauðvíni.
þarf ég að segja meira?
jebb langar líka í svona í kjallarann haha
Hjarta staðarins er svo Kolaofninn frá MIBRASA,
mikið rarítet. MIBRASA ofninn er hin fullkomna
samsuða nútímatækni og fornrar hefðar sem skilar
af sér safaríkri steik án hliðstæðu.
jahá!!
og talandi um steikur.....
Hvernig steik má bjóða ykkur?
Eigum við kanski aðeins að kikja á matseðilinn?!
Eigendur Steikhúsins eru hjónin Tómas Kristjánsson
og Sigrún Guðmundsdóttir
ásamt Níels Hafsteinssyni framreiðslumanni og Eyjólfi Gesti Ingólfssyni matreiðslumanni.
Vonandi eigið þið ánægjulegt og gott föstudagskvöld og þið sem farið út að borða í kvöld;
verði ykkur að góðu og njótið vel :)
verði ykkur að góðu og njótið vel :)
Vá hvað þetta er flott...og girnilegur matur! Þarf greinilega að gera mér ferð þangað ;)
ReplyDeleteÞetta er fallegur staður. Alltaf gaman að skoða það sem þú ert að setja hérna á síðuna. Takk fyrir það. Ásta Sol
ReplyDeletehæhæ hef aldrei kvittað áður, en hef fylgst með færslunum þínum í nokkra mánuði, frábært blogg og margar góðar hugmyndir :) ég fór á Steikhúsið um daginn, þjónustan var frábær, maturinn ljúffengur og útlit staðarins setti punktinn yfir i-ið. smáatriðin þarna eru svo flott, vínseðillinn er á i-pad og salernin eru rosalega flott!
ReplyDelete