jæja þá er síðasti vinnudagurinn á enda og ég komin í páskafrí og er þá ekki tilvalið að deila litlu páskadúlleríi með ykkur, einfalt, auðvelt og nátturulegt eins og mér finst það best.
En í fyrra sá ég alveg einstaklega falleg egg hjá Dreamy whites, sem hún litaði með grænmeti og ýmsu öðru úr eldhúsinu og litirnir voru alveg einstaklega nátturulegir og fallegir...
svo loks lét ég verða af því að prufa að lita nokkur egg, notaði það sem ég átti til; frosin bláber, turmeric (er viss um að karrý myndi virka líka) kaffi og híðið af rauðlauk.
ég lét þau bara liggja í leginum í stuttann tíma til að fá frekar daufann lit og maður minn hvað ég varð ánægð með útkomuna.
(þessi litarefni og svo mörg önnur og aðferðina er að finna
hér)
þau eru algjör draumur í bláum, gulum, bleikum og marmara gráum litum.
Nú ætla ég að njóta næstu daga í notalegheitum með fjölskyldunni
og vonandi deila einhverjum fallegum páskapóstum með ykkur í viðbót í fríinu
Hafið það sem allra best í dag og við ykkur sem eruð að byrja í fríi í dag
segi ég; eigið notalegt pásakfrí
kveðja
Stína Sæm