í dag á ég afmæli og held uppá daginn með höfuðborg Íslands hvorki meira né minna.
Dagurinn er undurfallegur, bjartur og hlýr svo það ættu allir að geta notið hans með bros á vör og gleði í hjarta. Góða skemmtun til allra sem fagna í borginni og ég vil óska öllum sem hlupu maraþonið í dag til hamingju með daginn líka.
Ég ætla þó bara vera heima á þessum fallega degi... komin í vinnugallann og nú skal ráðast í verkin á þessum bæ, enda allt of lítið eftir af sumrinu en örlítið of mikið af verkefnum sumarsins eftir.
![]() |
Ég læt þó ekki standa mig að því að eiga ekki súkkulaðiköku,
svo það verður hrært í eins og eina þannig...
![]() |
kwestiasmaku |
til að bera framm með jarðaberjunum sem ég á í ískápnum
og svo er spurning hvað fer á grillið í kvöld.
![]() |
ég geri mér þó ekki væntingar um fallega uppdekkað borð og myndrænar kræsingar í önnum dagsins svo við látum aðra um þá fegurð í dag
Hafið það sem allra best í dag

Eigðu yndislegan afmælisdag kæra bloggvinkona :) til lukku!
ReplyDeletevona að þú njótir afmælisdagsins og að það verði dekrað við þig. Bestu kveðjur frá Akureyri Adda
ReplyDeletetil hamingju með daginn, vona að þú hafir átt frábæran dag í þessu góða veðri :-)
ReplyDeleteInnilegustu Afmaelisoskir til Thin fallega Stina Saem....Takk fyrir ad vera til!
ReplyDeleteþakka ykkur öllum, fallegu bloggvinkonur, kveðjurnar og falleg orð.
ReplyDeleteKnús og koss á ykkur <3