Top Social

greengate vetrar catalog

July 18, 2012
Það er kominn út nýr vörulisti frá Greengate með nýjum  haust og vetrarvörum, fullt af nýjum og flottum munstrum og litum sem að sjálfsögðu blandast vel með því sem við höfum séð áður.

Við byrjum á að skoða sandy mint línuna sem er skemmtilaga retro og falleg
í þessari línu eru líka skemmtilegt jólaskraut, en ég ætla nú að eiga þær myndir til góða.
þessa línu kalla þeir Fabulous fifties
og á það ekki vel við þessa dásemd?




French country Malou línan
 er alveg dásamleg lína með fallegu munstri sem sækir innblástur í frönsku sveitasæluna. 
og ómæ þessir kertastjakar!




Svo eru það gráu litirnir í Edith línunni,
 en þar koma nokkur munstur saman í mildum gráum tónum...
Verð að segja að þessi er alveg í uppáhaldi hjá mér.


Winter garden blue
fallegt munstur í dálitlum sveitastíl í bláum og gráum tónum.
þetta finst mér svo æðislega sumarbústaðarlegt


Svo eru hér nokkrar myndir í viðbót af fallegum eldhúsvörum, aukahlutum og púðum;








Ég mæli alveg með því að skoða vörulistann og sjá hvað þeir hafa uppá að bjóða

Ég er alveg farin að sjá það að í hverjum lista eru nýjar og spennandi vörur sem passa svo vel með því sem hefur áður komið frá þeim, svo það er örugglega gaman að fá sér eins og eina skál eða bolla og kanski brauðkörfudúk í stíl í þvi munstri sem ég fell mest fyrir .. og bæta svo við öðrum hlutum  þegar næstu listi kemur út, 
það er nefnilega langflottast að blanda munstrunum saman (og þetta kostar alveg sitt)
svo nú er bara að byrja að safna.
En Sirka á Akureyri er með Greengate vörurnar,
 og svo eru netverslanir á listanum hér til hliðar á síðunni. (originated-shop.eu)








Hvernig líst ykkur á nyju vörurnar?
Er eithvða munstur sem þér finst fallegra en annað?
Stína Sæm


1 comment on "greengate vetrar catalog"
  1. ég er sko alveg að elska þessa Fabulous fifties línu frá þeim yndislegir litir og nú er bara að vona að maður geti keypt sér einhverjar fallegar Greengate vörur í Sirku ú haust
    kveðja Adda

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature