Ég á nokkra stafi sem ég er voða hrifin af, þeir eru hvítir en alveg mátulega ófullkomnir til að passa allstaðar hjá mér og hafa alveg verið hér og þar .
í borðstofuglugganum mynda þeir orðið HOME
og á gömlum silfurbakka standa upphafstafirnir okkar Gunna....
og þar er nú alveg um ýmislegt að velja ..
þetta einfalda er nefnilega ekkert alltaf of einfalt sko..
Gunni og Stína
Kristín og Gunni
(sonur minn spurði reyndar hvort þetta stæði fyrir kíló!!)
svo get ég líka verið ógó sjálfhverf og haft það Krístín Sæm
Gæti hugsað mér að eiga alveg fullt af þessum stöfum svo ég gæti "skrifað" allt mögulegt um allt hús og breytt þeim eftir geðþóttum húsfreyjarinnar.
Sé td eftir að hafa ekki keypt stafina í orðið "sumar".
En hvað um ykkur?
Hvaða orð mynduð þið helst vilja eiga í svona stökum bókstöfum?
flottir stafirnir.., svo kósý allt hjá tjér.., kannski vildi ég bara mína upphafsstafi, mannsins míns og barnanna..;=) Hafdu gott sumar..;=)
ReplyDeleteOfsalega fallegt hjá þér, eins og við var að búast ;)
ReplyDelete*netknús
Snilldin ein...Allt svo elegant hja ther Stina Fina...
ReplyDeleteMjög flott hjá þér. Ég er með upphafsstafi strákanna minna á hurðinni þeirra. Svo er ég með svarta stafi úr Tiger sem mynda orðið BROS. Orðið VON er ég með í tvennskonar stafagerðum því mér finnst það svo fallegt orð. :-) Síðan á ég mjög fallega útskorna stafi sem ég þarf að finna stað. Þeir geta ekki staðið sjálfir en þeir stafa GLEÐI.
ReplyDeleteKv. Gulla
Ótrúlega fallegir stafir - ég myndi vilja eiga upphafstafi fjölskyldumeðlima og svo eitthvað fallegt orð eins og gleði, von, ást eða eitthvað í þeim dúr. En hvar fáið þið svona fallega stafi? Föndrið þið þá kannski sjálfar ?
ReplyDeleteKv. Anna
Svona stafir eru svo fallegir, ég held að ég myndi vilja hafa ÁST en þá þarf maður að föndra kommuna og hafa það hangandi uppi á vegg....Ég reyndar upphafsstafi okkar hjóna en hef enn ekkert gert úr þeim....
ReplyDelete