Top Social

við garðverkin

July 3, 2012
Eins og hefur komið framm áður þá er ég eithvað að reyna að gera fínt hér á útisvæðinu hjá mér, með því td að auka gróðurinn og þar er ég mest fyrir fjölærar plöntur, svo ég þurfi ekki að byrja upp á nýtt á hverju ári, heldur geti ég safnað og bætt við á hverju ári, finst það bara nokkuð rökrétt sko.

Undir tröppunum á pallinum hjá mér er ekki alveg svo voðalega fínt og sætt, enda miðstöð garðirkjunnar þar undir, með tilheyrandi missmekklegum áburðar- og moldarpokum verkfærum og plastpottum, þarf að stúdera smekklegar blómaaðstöður betur svo ég geti stílfært þetta pínu fínt og flott, er bara ekki alveg að sjá það eins og er.

Ég nældi mér í rósir sem eiga að plantast úti í beði en svo fékk ég mér nokkra leirpotta sem ég ætla að nota undir runnagróður og fleira sem ég er að koma til, og jafnvel fjölær blóm sem gefa smá lit á pallinn, finst leirpottarnir passa svo vel með trékössunum sem fyrir eru á pallinum.

 og þessi undurfallega Rós er líka alveg einstaklega hrifin af leirpottunum og undi sér vel við að henda hinu og þessu í þá, þegar hún var í pössun hjá Stínu frænku um daginn.
Æi mér finst hún nú fegra pallinn allra mest.

Svo er það auðvitað eðaltöffarinn á heimilinu sem liggur úti í garði meðan ég sinni garðverkunum og fylgist með öllu....


Nú er bara að koma sér í gírinn aftur og koma mér að verki,
en þessar myndir foru teknar í blíðunni í síðustu viku og verkin bíða enn eftir að verða kláruð.

Stína Sæm




Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature