Ég ætla að leggja upp í ferðalag í dag og hitta frábæra ættingja á ættarmótinu á Stykkishólmi.
svo ég skellti mér inná pinterest eins og oft áður og leitaði þar af flottum myndum sem myndu lýsa ferð um landið og þar er sko um nóg að velja skal ég segja ykkur.
flestar myndirnar eru teknar á Snæfellsnesi (amk merktar þannig) en aðrar bara svo dæmigerðar fyrir ferð um landið okkar.
Svo við skulum bara spenna beltin, hækka í útvarpinu og leggja í´ann ...
og muna að njóta ferðarinnar.
fanst þessar tvær myndir af Arnarstapa svo flottar að ég hef þær bara báðar með.
|
Álfheiður Erla |
þessi undurfallega og skemmtilega mynd er tekin á snæfellsnesi .
kanski maður skelli sér bara í hjólreiðartúr ...í stígvelunum.
(ljósmyndarinn er Álfheiður Erla)
og svo er það Stykkishólmur.
það eru mörg ár síðan ég kom á stykkishólm og man hvað mér þótti fallegt þar,
hlakka til að skoða mig um og sjá aftur öll fallegu húsin þar og þetta undurfallega bæjarstæði.
En hvar sem við erum á landinu okkar fallega,
er nauðsynlegt að staldra við og njóta nátturunnar sem við eigum,
því hér heima er svo margt fallegt að sjá
Yndislega fallega landid okkar!
ReplyDeleteNu langar mig ad koma heim...Kannski eg drifi mig bara i thad...