Sirpa Lamminlouto býður okkur velkomin í yfir hundrað ára gamalt hús sem þau hjónin keyptu fyrir átta árum síðan.
En þá var þetta bara gamalt hreysi sem þau hafa verið að taka í gegn síðan.
'I eldhúsinu fá múrsteinsveggir og gamlar trefjalir að njóta sín og gefa heimilinu mikinn karakter en annars eru flestir veggir og loft hvítmálað en gólfin eru lökkuð í ljósgráu.
Gamla eldavelin var í húsinu og fékk að vera, en hún sést innanum gamalt drasl á "fyrir" myndum af húsinu (sjá linkinn neðst á síðunni) hér nýtur hún sín vel í nýju og björtu eldhúsinu.
Svefnherbergið....
en þar er þessi gamli fallegi ofn sem fékk að vera áfram.
Forstofan.
Allir veggir voru hreinsaðir iini í húsinu, allar klæðningar og mörg lög af veggfóðri var fjarlægt og gamli viðurinn málaður hvítur svo gamalt útlit húsins fær að njóta sín á snyrtilegann og alveg einstaklega fallegann hátt.
og aðkoman að húsinu er er bæði falleg og nátturuleg, þar sem gamla útlitið fær að njóta sín...
en svona leit húsið út áður.
sjáið enn fleyri "fyrir" myndir af húsinu í boligpluss.no og ef þú átt júlí hefti Boligblaðsins þá er enn meira að sjá þar.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous