Ég á lítinn dreng sem hefur setið fremur einmanna uppi á borðstofuskápnum mínum með tveimur furulituðum vínkössum á hinum endanum. Stundum hefur hann getað stutt sig við hvítann trébakka, en oftast er bakkinn nú bara í notkun. (enda einhver undarleg bakkadella í gangi á heimilinu ,þar sem dótti er raðað á bakka um allt hús)
En nú hefur orðið breyting uppá skápnum góða .
takk fyrir innlitið
En nú hefur orðið breyting uppá skápnum góða .
nýmálaður spegill i bakgrunninn og nú eru þeir orðnir tveir að plokka flísina úr fætinum.
En hér er spegillinn fyrir og eftir:
ég fæ ekki leið á að þreifa mig áfram og leika mér með nýju kalkmálninguna mína og á skápnum eru nokkrar aðferðir .
spegillinn var grunnaður tvisvar, svo málður og púsað létt yfir.
Vínkassarnir voru úr alveg óunnum viði, og annann þeirra málaði ég tvær umferðir með kalkmálningunni og pússaði vel á eftir til að fá sjúskaða áferð, hinn kassan bustaði ég með mjög þynntri málnngunni (eiginlga vatn með smá málningu) og er svakalega ánægð með útkomuna, svona gráhvít áferð á viðnum eins og hann sé gamall og veðraður, á pottþétt eftir að reyna það á fleyri hlutum.
bara nokkuð ánægð með heildina ,
en næst ræðst ég líklega á húsgögnin með kalki og kúst.
Ég mæli með að þið kíkið á http://kalklitir.com/ þar er ýmislegt kennt, td að gera flott box ofl.
takk fyrir innlitið
Ég er alveg heilluð af þessum sama stíl og þú ert búin að týna þér í. Mikið er þetta fallegt hjá þér.
ReplyDeleteMbkv.
Íris
takk fyrir það Íris.
ReplyDeleteGaman að fá að heyra að þetta heillar fleyri en mig:)
En þessi bloggheimur hefur algjörlega opnað mér nýjann heim sem ég er að nýta mér hér heima.
Takk fyrir falleg orð
kv Stina
Þetta kemur mjög flott út hjá þér. Ég tók borðstofu húsgögnin mín í gegn fyrir páska í fyrra og málaði þau með kalkmálningu og skreytti með blaðsilfri ég er mjög ánægð með þá útkomu og á örugglega eftir að vinna meira með kalkmálninguna.
ReplyDeletekveðja Adda
Takk Adda.
ReplyDeleteÉg hef séð borðstofuhúsgögnin þín og finst þau koma mjög vel út, eins og allt annað sett. Þetta er alveg einstaklega skemmtilegt efni til að vinna með.
kv Stina