Ég eyddi morgninum í að mynda möffinskökurnar mínar og reyndi í leiðinni að læra á myndavelina og picasa forritið.
Lék mér af ymsum uppstillingum og dúlleríi og á fullt af myndum til góða. Bætti svo brauðbollum og snúðum á morðið, bauð systrunum og vinkonu í sumarmöffinsparty og við vorum sammála um að mun skemmtilegra er að borða svona fallegar möffins.
Vá :) Svakalega er þetta flott hjá þér! Hvernig geriru blómin, er það fondant?
ReplyDeleteFlott síðan þín!
takk, jú blómin eru fondant. Ef maður á blómin þá er voða lítið mál að gera svona. Núna á ég afgang af fondantinu og ætla að gera fleyri blóm við tækifæri bara til að eiga, þá er svo lítið mál að skella í svona sætar kökur, bara af því að ég er í skapi til. Mesta föndrið er að gera fondantið og svo blómin (amk dúlla ég voða lengi við það)og svo geymast þau mjög vel.
ReplyDeleteps ég hef verið að fylgja þinni síðu og haft mikið gagn og gaman af.
fallegar kökur hjá þér og glæsilegar myndir
ReplyDeleteTakk innilega.
ReplyDeleteÞað er nú ekki leiðinlegt að föndra við fallegar kökur, eins og þú veist manna best :)
Beautiful!
ReplyDeletexo,
Sherry