Top Social

.. hjá GreenGate

March 8, 2011
Ég vissi ekki hvað GreenGate er fyrr en í sðustu viku, þegar ég rakst á blogg um það hjá Put it in a box. Síðan þá les ég varla norðlensk interior blogg nema rekast á fallegann lattebolla eða skál frá Greengate, svo ekki sé talað um púðanna eða teppin. Ég held að ástæðan sé sú að nýji listinn þeirra fyrir 2011 var að koma út en þar er svoooo margt fallegt að sjá.
Kíkjum á nokkrar myndir úr listanu svo þið vitið hvað ég er að tala um;

Bláa línan þeirra er einstaklega falleg... ef ég væri eitthvað fyrir blátt það er að segja.

 
svo eru svona dásamleg blómamunstur sem er flott að blanda samanvið aðrar litalínur.



græna línan er alveg fyrir mig.. og takið eftir möffinsforminu! kökuform og möffinsform eru til í mörgum af munstrunum.. sweet!

og svo er þessi æðislega bage litaða lína hjá þeim
lattebollar úr grænu og bagelínunni... já takk, bara flott
eldföst form, tauservettur, æðisleg glös, dásamlega blómleg rjómakanna og kaffibollarnir! expresso. latte  og svo mix and match með öðrum litum. Sætir kaffibrusar og tinbox... dásamlegt <3

kveðja og knús!



2 comments on ".. hjá GreenGate"
  1. þú verður endilega að kíkja á heimasíðuna hjá Sirku en þar getur þú séð það sem þær verða með þegar það er komið í búðina
    kveðja Adda

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir, það en ég bara finn ekkert um það á síðunni þeirra.

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature