Í fyrra hættum við með tvo liti í Miss Mustard Seed’s Milk Paint línuni, Apron Strings og Dried Lavender. Við viljum halda 25 litum í línuni okkar, svo við erum að bæta tveimur nýjum litum við í staðin.
Hann er appelsinugulur, ef það var ekki augljóst.
Ég skal segja ykkur að appelsínugulur reyndi á Marían, eiganda miss mustard seed!
Í fyrsta lagi, þurfti hún að sannfæra sjálfa sig um að þróa appelsínugulan.
Þar sem hún notar ekki mikið appelsínugult, gat hún ekki auðveldlega séð það fyrir sér á húsgagni. En með því að leita að innblæstri, fann hún mikið af fallegum herbergjum, hlutum og litapalletum í appelsínugulu.
svo hún sló til.
Þegar hún var orðin sátt við appelsínugult, var annar vandi að finna rétta tóninn. Appelsínugult getur auðveldlega farið úrskeiðis. Meðan liturinn var i þróun, urðu til margir fremur ljótir appelsínugulir. Engin þeirra var nógu góður fyrir húsgögn.
En loks lenti hún á appelsínugulum sem var djarfur.... en fallegur.
Með náttúrulegu litarefnunum okkar, varð hann að vera sterkur annars varð liturinn of "skítugur". Það er líka kostur að byrja á sterkum lit svo hægt sé að milda hann með antík vaxi eða blanda hann með öðrum lit til að fá nýjann tón.
Nafnið Outback Petticoat kom frá hóp af Mmsmp söluaðilum í Ástralíu.
Outback eru svæði í Ástralíu þar sem jarðvegurinn er appelsínugulur og litaði undirpils (petticoats) landnámskvenna Ástralíu.
Nafnið höfðaði strax til Marían og hún heillaðist að ímyndinni um konu sem reynir að halda í kvennleikan og stílinn. þrátt fyrir aðgangsharða náttúruna.
Svo að til að kynna þennan lit til sögunar þurfti hún að finna húsgagn sem myndi bera appelsínugulann.
Því ekki hvaða húsgagn sem er getur borið appelsígult með stæl!
Eftir langa leit valdi hún þessa kommóðu á craigslist,
aðalega vegna þess að hún var svo ódýr!
Hún hefur oft fjallað um "ljóta stigið" , en þessi kommóða var bara virkilega ljót á meðan hún var í vinnslu!
Kanski var það vegna þess að hún er ekki vön honum, en hún var í hálfgerðu sjokki yfir appelsínugula litnum, alveg þar til vörnin var komin á.
Með flagnaðri og örlítið sjúskaðri áferðinni dró viðurinn sem skín í gegn, niður ákafann í litnum.
og mér finst ótrúlega flott að sjá dökkann viðinn undir appelsínugula laginu.
Hvítar og appelsínugular rósir voru vel valdar fyrir þessa myndatöku.
Það er ekki gerð krafa um að þessi litur sé í boði hjá öllum söluaðilum en við verðum að prufa hann svo Outback Petticoat er í pöntun og verður bráðlega fáanlegur bæði í
Netversluninni og á vinnustofuni hjá:
Svo Margt Fallegt
í Keflavík.
En gaman væri að vita hvað ykkur finst og hvað þið mynduð sjá fyrir ykkur málað með þessum djarfa appelsínugula lit.
Ert þú þessi litaglaða týpa?
kveðja
Stína Sæm
Sjáið upprunalega útgáfau af þessum pósti á ensku
you can see the original blogpost from Miss mustard seed in English
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous