Top Social

Litir mánaðarins í Janúar - Ironstone

January 4, 2017
Trúir þú að það er komin Janúar?  Hvað varð um tímann? 
Ég vona að þú hafir átt dásamlega hátíð með ástvinum þínum og sért jafn spennt/ur og við hjá Svo Margt fallegt og Miss mustard seed´s milk paint, fyrir árinu 2017!

Við byrjum árið á að kynna fyrir ykkur tvo dásamlega liti. 
Litir mánaðarins í Janúar eru Ironstone og Bergere 


Í þessum pósti fókusum við á Ironstone.


Eins og margir vita sem hafa fylgst með Miss mustard, er Marian mikið fyrir að safna gömlu Ironstone leirtaui, svo það er vel við hæfi að hún hafi nefnt einn af litunum eftir því. 
Áður en við tölum um málninguna, langar okkur til að koma með snögga kynningu á Ironstone leirtauinu.
því þrátt fyrir allt er það innblásturinn fyrir lit mánaðarins!


Ironstone er leirtau með glerung. Það var fyrst framleitt af Charles James Mason árið 1813 og aðrir framleiðendur fylgdu í kjölfarið. Fjótlega voru nærri 200 framleiðendur að framleiða Ironstone og þeir gerðu allt frá diskum og skálum að tarínum, sósubátum, og jafnvel koppum!  Vinsældirnar hafa komið í öldum og í viðeigandi litaúrvali og munstri var það greinilega algjör nauðsyn á áttunda áratugnum (ásamt grænum borðplötum og litríkum blómamunstrum)


Ef þú hefur ástríðu fyrir Ironstone eins og Marian, geturður skoðað  bloggið hennar og lesið allt sem þú vilt vita um þetta fallega leirtau. 


Hér eru nokkrir póstar sem þú gætir skoðað:

Tips um hvernig best er að  versla það.
Hvernig best er að þrífa það.
Safnið hennar Marian “I Love Ironstone”

Ironstone 101 – including hallmarks, coloring,
Ironstone 201 – including fair pricing, age, and information about food safety

Núna þegar búið er að "uppdeita" þig um hið raunverulega Ironstone,
skulum við loksins fara að skoða málninguna!

Eins og þú ert eflaust búin að átta þig á er liturinn á Ironstone mjólkurmálninguni innblásin af hvíta leirtauinu sem Marian safnar og er áberandi bæði heima hjá henni og á bogginu hennar.
Þetta er gordjöss, örlítið "off white" sem getur virst pínu grár.


Ironstone er ekki hvítasti hvíti liturinn í línuni okkar, það myndi vera Farmhouse white.
  Ironstone er æðislegur litur til að velja ef þú vilt ekki of skjanna hvítan. Ef þú vilt eithvað milt en ekki alveg eins gult og Linen, þá er Ironstone besti kosturinn.


Hér sérðu Ironstone þegar hann er varinn með öllum okkar ólíku vörnum!
Fyrir hreint útlit, haltu þig við húsgagnavaxið eða olíuna okkar. Til að bæta smá gömlu útliti við, þarftu bara að bæta antík vaxi yfir og þú ert komin með hlut sem virkar eldgamall.


Hér eru allir hvítu litirnir saman svo þú getir gert samanburð. Marian gerði líka æðislegan bloggpóst 
í Apríl til að hjálpa þér að velja á milli hvítu litana okkar. 
Klikkaðu hér til að lesa það!

Fyrir utan að vera fallegur hvítur litur einn og sér er hann líka frábær til að blanda saman við aðra liti í linuni okkar til að lýsa þá og fá akkurat þann tón sem þú vilt.

Ironstone nýtur sín frábærlega með olíubornum við eins og  á þessu borstofuborði í sveitastíl sem Marían á.
Nánar á: missmustardseedsmilkpaint.com


Ironstone passar líka vel við dekkri liti í línuni. 
Þú getur notað hann til að fá hápúnkta í munstur og útskurði á hlutum sem þú málað eins og þessi frá  The Ironstone Nest.

Hvernig sem þú notar Ironstone, njóttu litar Janúar-mánaðar og deildu verkinu með okkur á samfélagsmiðlum.
Svo Margt Fallegt á facebook
mmsmilkpaint Iceland á facebook
Ef þú notar Instagram geturðu sett inn  #mmsmp #mmsmilkpaint #iheartmilkpaint #mmsmilkpaint_iceland 
Svo við finnum þín milk paint verkefni

Fylgstu með þegar við kynnum hinn lit mánaðarins, Bergere á næstu dögum.
Með kærri kveðju:
Stína Sæm
og Miss mustard seed´s milk paint á Íslandi.

Þessi bloggpóstur var fenginn að láni, þýddur og breyttur frá 
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. (ath virkar ekki í farsíma appi)
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature