Það eru tveir litir sem við erum að fókusa sérstaklega á í Janúar. Fyrri liturinn er Ironstone sem við höfum þegar kynnt okkur.
Í dag ætlum við að njóta þess sérstaklega að skoða seinni litinn, Bergere.
Bergere er blái liturinn í Evrópu línuni okkar, og er innblásin af litnum á máluðum, útskornum rammanum, á Frönskum antík Bergere stólum.
Þú berð nafnið fram “Ber-zhair” á ensku. Þegar það er borið rétt framm rímar það við "air" og "there". (ef þú hefur verið að bera það fram "Berg-ere" eins og ég geri) þetta orð nær allt aftur til ársins 1755-65 og þýðir í raun "shepherdess" sem er kvenkyns fjárhirðir..... einmitt, þar hafið þið það!
En burtséð frá því hvernig þú berð það fram eða hvað orðið þýðir þá er liturinn Bergere ótrúlega fallegur.
Ef þú kannast við Miss Mustard Seed sjálfa og hefur skoðað litakortið okkar, veistu líklega að konan á bakvið nafnið, Marion Parsons, elskar blátt!
Hún þróaði Bergere til að vera musku- bláann með gráann undirtón.
Þetta er dásamlegur lágstemdur blár sem hentar vel ef þú vilt nota milda liti i þínum innréttingum.
Here is a comparison of Bergere with all of the other blues in our line
Hér er samanburður á öllum bláu litunum í línuni okkar;
Eins og þú sérð, er hann blárri en Shutter Gray, en ekki eins sterkur og French Enamel eða Flow Blue.
Hann passar vel við Artissimo ef þú vilt annan bláann til að nota á móti honum.
Bergere er einn af þeim litum sem breytast mikið eftir því hvaða vörn þú setur yfir þá og getur borið vel allar gerðirnar okkar af vaxi eða hampolíuna okkar. Svo það eru miklir möguleikar fyrir þennan milda fallega lit. Þökk sé Allison frá The Golden Sycamore fyrir þessa frábæru mynd!
Ef þið viljið fá hugmyndir fyrir litinn Bergere,
skulum við skoða fallega hluti málaða af söluaðilum héðan og þaðan.
Melanie frá Mango Reclaimed.
Þessi fallega kommóða sýnir hversu vel Bergere og Mora passa saman!
Sam frá The Cornish House Interiors
Emily frá Emily Rose Vintage
Ertu fallin fyrir Bergere? Viltu sjá meira? Skoðaðu Bergere Pinterest board frá Marion til að sjá fleyri hugmyndir og augnkonfekt.
Vonandi smitaði ég þig af áhuga á milda litnum okkar Bergere.
En þú getur smellt hér til að versla Bergere á netinu
svomargtfallegtverslun.is
En þú getur smellt hér til að versla Bergere á netinu
svomargtfallegtverslun.is
Með bestu kveðju
Stina Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous