Ég náði aldrei að klára bloggpóstinn sem ég byrjaði á milli jóla og nýjárs, þar sem ég ætlaði að deila með ykkur jólunum í máli og myndum.....
Svo við skulum bara kíkja á myndirnar núna um leið og við göngum inní nýtt ár
við byrjum á myndum sem ég tók á aðfangadag meðan allt vara að smella sman og verða klárt fyrir veislu ársins, jólahátíðina.
Gamla minum var still við jólatréð....
og við kveiktum uppí eldgamla olíu lampanum sem okkur áskotnaðist fyrr á árinu, en þessi lampi ásamt borðstofusettinu var upphaflega í þessu húsi snemma á síðustu öld.
Svo það var einstaklega ánægjulegt að sjá hann lýsa upp borðstofuna á Lofstöðum á aðfangadagskvöld á ný.
Pakkarnir komnir undir tréð,
borðið tilbúið,
stofan og borðstofan með hátíðlegt og jólalegt yfirbragð,
Skrautið á borðinu er allt nýtt og sameinaði stílinn á borðstofuni og stofuni með gamldags gylltum, koparlitum og svörtum jólakúlum og svo settu gordjöss stjörnu kertastjakarnir, sem ég hef verið að renna hýru auga till lengi, púnktinn yfir i-ið.
En kostuinn við það að vinna í gjafavöruverslun á þorláksmessukvöld er að það er auðvelt að láta freistast í nýtt skraut þegar kemur að því að dekka upp jólaborðið og sérstaklega þar sem þetta eru fyrstu jólin með ný/eldgömul húsgögn í borðstofuni og breyttar áheyrslur.
Korter í jól skipti ég um sófaborð og setti gamalt borð sem ég var nýbúin að mál upp i staðin fyrir það sem fyrir var. þetta tekur minna pláss og það kom sér vel þegar heilt jólatré bætist í litla stofuna
Hér er stofan í ljómanum af jólaljósunum....
Sófaborðið var skreytt með undurfallegu súkkulaði frá Hafliða og gyllta englinum og englaspilinu
gylltar nammikúlur í skál og keraljós... gómsætt og fallegt.
góð blanda!
Þegar mirkrið skellur á .....
og öll kerti hafa verið tendruð,
tekur heimilið á sig enn hátíðlegra yfirbragð.
Steikin komin úr ofninum,
og á eftir gæðum við okkur á gómsætum eftirrétti meðan við opnum gjafirnar.
Súkkulaðið verður að sjálfsögðu að mynda aðeins betur!
og jólablandan bragðast líka betur í fallegu nýju kristalsglösunum, sem ég held að eigi eftir að vera gaman að smella af myndum við ymis tækifæri.
og með þessari mynd af fallega olíulampanum óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla góðs nýs árs,
Með hátiðarkveðju.
Stína Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous