Mitt innlegg í dag á sætum sunnudegi eru ótrúlega girnilegar mini súkkulaðikökur með súkkulaði kremi.
í linknum neðst í póstinum er að finna uppskriftina en myndirnar eru svo sannarlega alveg nóg til að njóta, dásamlega girnilegar kökurnar og falleg og töff myndatakan er bara efni út af fyrir sig á sætum sunnudegi....
en gefa okkur líka hugmynd að framsetningu á uppáhalds súkkulaði uppskriftinni okkar, bökuðum í muffins formi og skreyttar með fullt af djúsí súkkulaði kremi,
sprautuðu með stjörnustut í spíral og loks dreifum við súkkilaðispæni yfir til að toppa dásemdina.
Útkoman er ótrúlega skemmtilegar kökur sem gaman er að bera fram sem td eftirrétt.
og myndirnar eru alveg einstaklega góður innblástur fyrir þá sem hafa gaman að girnilegum matarmyndatökur í dökkum stíl.
og mikið ofboðrslega langar mig í bita af einni svona...
já takk fyrir kærlega.
Vonandi fáið þið eithvað sætt og gott í dag á þessum dásemdar sunnudegi.
og fyrir ykkur sem hafið unun af fallegum myndatökum og kökustíliseringum þá er nóg að finna hér:
Mínar allra bestu kveðjur
Stina Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous