Ég skellti í uppáhalds eftirréttinn minn,
og þegar ég segji skellti í þá meina ég það ..
því þetta er með því einfaldara sem hægt er að gera.
Þú skerð niður 4 - 5 epli, setur í eldfast form og stráir rúsínum og kanilsykri yfir.
Svo blandarðu crumble-ið úr þremur innilhaldsefnum, hveiti, smjöri og púðursykri.
Í hlutföllunum einn dl af mjöli (ég nota 50/50 heilhveiti og haframjöl)
hálfur dl af smjöri og hálfur dl af púðursykri.
Blandið þessu saman í höndunum og dreifið yfir kökuna,
Bakið við 200 c í 20 mínutur.
Svo er bara að njóta vel.
Mmmmm ilmandi nýbakað epla crumble hjá ömmu á sætum sunnudegi.
Smá klípa af vanilluís er svo toppurinn á sælunni.
Svo dásamlega gott og einfalt,
Eigið sætann sunnudag,
Með kveðju
Stína Sæm
Svo margt fallegt á
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
svo fallegar myndirnar hjá þér! og sammála, þetta eru bestu eplakökurnar! :-)
ReplyDelete