Top Social

Morgunmatur og huggulegheit í innliti dagsins

February 1, 2016

Komið með mér í mánudagsheimsókn í  gamalt hús í Stokkholmi,

 Við byrjum á því að njóta dýrindis morgunverðar .....

 sem lagður er á gamalt eldhúsborð og okkur er boðið sæti í nokkrum ósamstæðum stólum sem gefa þessu fallega bjarta eldhúsi bæði karakter og lit.


Hér myndi ég segja að sé girnileg og falleg óreiða...


 Bara dásemlegt ekki satt?

Hér er hátt til lofst, fallegir loftlistar og veggir rýmana liggja í ýmsar gráður, sem er mun skemmtilegra en endalausir ferningar. Eins og svo oft er í gömlum fjölbýlishúsum í stokkholmi

Stofan skartar svo þessum gamla ofni sem einnig er svo einkennandi í  gömlum sænku húsum, 





Gömul trególf og fallegir listar heilla mig endalaust.

 Sjarmerandi!


Svefnherbergin eru lítil en óósvo notaleg og heillandi.




Morgunte með sítrónu og blaðið í rúmið... já takk.



Einfalt og fallegt.






 Takk fyrir að kíkja með mér í heimsókn á þessum mánudegi,
vonandi varst þú jafn hrifin af huggulegheitunum og ég.

Ég þakka líka  1ststreet.se fyrir að bjóða uppá þessa dásemd.
og fyrir þá sem hafa áhuga þá er íbúðin til sölu,
Væri nú ekki amalegt að eiga eitt svona afdrep til að skreppa í, 
enda Stokkholmur alveg einstakelga heillandi borg til að heimsækja.

Hafið það sem allra best í dag.
Kær kveðja 
Stína Sæm






ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature