Dagurinn byrjar oftast hjá mér á því að setjast við tölvuna ...
með kaffibollan að sjálfsögðu,
og ég sinni þvi sem þarf að sinna áður en ég fer út í skúr að mála,
þe. ef afþreying eins og facebook eða pinterest leiða mig ekki út af sporinu og ég týni áttum, GJÖRSAMELGA,
sem gerist allt of oft, hversu fókuseruð sem ég er þegar ég sest við tölvuna og ætla að sinna hinu og þessu sem þarf að gera, en ranka svo allt í einu við mér og er búin að vera allt annars staðar allann morguninn.
En sem betur fer er það sem ég ætlaði mér að gera, oftast bara nákvæmlega það sem ég næ að týna mér í , ramba um á fasteignasölum og interior vefum í leit að fallegum innlitum fyrir bloggið, eða að kíkja á pinterest og velja ofurfallegar myndir í sætann sunnudag...
hmm það er nú þar sem ég svo týnist smá stund...
það er bara svoo margt fallegt að sjá í sætu deildinni þar.
Svo er það Milk paint deildin,....
en jeminn hvað ég á auðvelt með að týnast í að skoða allt mögulegt efni um milk paint hjá Miss mustard seed´s þegar ætlunin var bara að þýða eithvað serstakt efni þar og vinna í að setja upp netverslun hér á blogginu.
En fyrir B manneskju eins og mig er það alveg dásamlegt að geta byrjað daginn á náttfötunum við eldhúsborðið að vinna, sérstaklega meðan enn er dimmt úti þá veit ég ekkert betra en vakna snemma og þurfa ekki að fara út í kuldan, heldur kveikja á kertum og útvarpinu og sitja inni í hlíjuni.
Algjör draumur.
En nú er kominn timi til að ég fari að gera eithvað gagnlegt,
Vonandi hafði einhver gaman að þessu rausi í mér
og kanski einhver kannist við svona athyglisbrest á netinu!
Hafið það sem allra best í dag
Kær kveðja
Stína Sæm
Sjáið meira af Svo Margt Fallegt á
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Ég kannst svo alltof vel við þetta ;)
ReplyDeleteKv. Magga