20. Nóvember var líklega einn fallegasti og besti dagur sem ég get hugsað mér,
en um morgunin kom litla ömmugullið mitt í heiminn, og ég fékk nýtt og spennandi hlutverk í þessu lífi.
Fæðingin gekk eins og í sögu, við ömmurnar vorum báðar viðstaddar og litla kraftaverkið kom í heiminn við kertaljós og jógatónlist, í baðinu og hefur átt hug minn og hjarta frá allt fyrsta augnbliki.
Amman sátt við nýja titilinn,
með krafraverkð mitt á fyrsta degi, svo fallega og fullkomina litla dömu.
Svo setti ég allt á fullt við að gera gömlu fjölskylduvögguna klára áður en litla fjölskyldan kom heim næsta dag, en ég nýt þeirra forréttinda að þau búa hér hjá mér og vaggan stendur í stofunni hjá mér svo hvít og falleg.
og hér er litla daman komin heim í ömmukot og kúrir í vöggunni sinni fallegu...
En best af öllu þykir henni nú samt að liggja hjá mömmu sinni...
og ekki er síðra að kúra í fanginu á stolta pabba sínum,
en þessi fallegi gullmoli, sem er svo vær og góð fær að kúra í fanginu á okkur allann daginn,
en þannig líður henni best og þannig trúum við að hún dafni best.
Þessa dagana á ömmulutverkið hug minn allann og ég get alveg trúað því að þið faíð að sjá meira af ömmugullinu mínu enda er fátt sem ég get fundið fallegra til að deila með ykkur.
En jólpóstar munu læðast með inná milli því lofa ég.
Kveðja og knús
frá ömmu Stínu
sem svífur um á bleiku skíi.