Top Social

Aðventu kerti og kransar

November 30, 2013
 Nú er fyrsti í aðventu á morgun og ég á enn eftir að gera kransinn  minn, 
geri ráð fyrir að gera einhverja einfalda og skemmtilega kertaskreytingu í eldhúsið og svo hefðbundinn aðventukrans í stofuna.

Á eldhúsborðið langar mig til að nota krukkur eða kökuform fyrir aðventukertin og tók saman nokkrar fallegar myndir sem heilla mig.

Vita verandan


Aerie earth and sea


mustikkamaki.blogspot.it



Villa Koenig

styleathome.com


Anna Truelsen

andrellaliebtherzen.blogspot.com


Lilla Blanka





Anna Truelsen



bonjade.blogspot.nl
Hér að neðan eru svo aðventukertin í eldhúsglugganum hjá mér 2011 
og einföld borðskreyting sömu jólin í eldgömlu kökuformi frá ömmu minni.

stinasaem.blogspot.com

stinasaem.blogspot.com

Eigið notalega aðventu,
kveðja 
Stína Sæm


amman prjónar heimferðarsett

November 27, 2013
 Að sjálfsögðu þurfti amman að prjóna heimferðarsett á litla gullið sitt,

 við fengum að vita kynið svo ég valdi að prjóna bleikt peysusett og kjól við,
svo þetta litla kraftaverk fór heim sólahringsgömul í síðum prjónakjól sem virkaði nú eiginlega bara eins og teppi utanum hana,



Við erum ægilega ánægðar með prjónasettið ég og ömmugullið mitt, 
það passar vel, er hlítt og gott og klæðir hana svona líka dásamlega vel, er í algjöru uppáhaldi hjá okkur báðum.

Uppskriftin er úr Dalegarn blaði nr 197
en kjóllinn er úr öðru blaði, en ég breytti honum til að nota sama munstrið og í peysusettinu. 

Takk innilega fyrir í dag
með kveðju úr ömmukotinu:
Stína Sæm

Notaleg kvöldstemning í ömmukotinu.

November 26, 2013


Kertaljós, jólalög, gestagangur, konfekt, kaffi  og notaleg og róleg stemning
 er það sem hefur einkennt dagana frá því litla ömmugullið kom heim.


Í öllum notalegheitunum sefur svo gullið okkar og dafnar vel.

oh ég elska þennann árstíma og notalegheitin sem fylgja.
Hafið það sem allra best,
kær kveðja
Stína Sæm


snjókorn falla.


Eitt gott sunnudagskvöld núna í Nóvember sat ég með fjölskyldunni minni og við kliptum út frostrósir úr velritunarpappír og hengdum þær í borðstofugluggann,
 eins og ég gerði fyrir jólin 2011


Meðan við kliptum niður frostrósirnar byrjaði að kingja niður snjónum hér í Keflavík svo allt varð fallega hvítt úti,
rétt eins og hér inni í borðstofunni hjá mér.

 svo er bara að kveikja á kertum og þá verður tilveran svo falleg,

Ég ætla að klippa nokkrar í viðbót. 
Fæ bara ekki nóg af frosti og snjó,langar að  bæta við fleyri og fjölbreyttari fallegum munstrum og líklega færi ég þær í annann glugga.........

 svo þá hef ég tækifæri til að gera alveg nýjann bloggpóst um þessi snjókorn... 
er það nú ekki bara frábært?


Leiðbiningar um hvernig á að brjóta pappírinn og klippa finnið þið hér
og svo er fullt af flottum mynstrum á pinterest
ég nota bara þunnann ljósritunarpappír, klippi hann niður eftir leiðbeiningunum  og hengi með hvítum tvinna út í glugga og þá eru þær á stöðugri hreifingu,  flökta svo fallega um í glugganum .
Svo nú er um að gera að draga framm skærinn og pappír, kíkja á leiðbeiningarnar, teikna upp munstrið og  einfaldlega bara klippa :)

Gangi ykkur vel sem viljið prufa,
kveðja 
Stína Sæm


Jólainnlit

Ömmugullið mitt

November 25, 2013
20. Nóvember var líklega einn fallegasti og besti dagur sem ég get hugsað mér, 
en um morgunin kom litla ömmugullið mitt í heiminn, og ég fékk nýtt og spennandi hlutverk í þessu lífi.
 Fæðingin gekk eins og í sögu, við ömmurnar vorum báðar viðstaddar og litla kraftaverkið kom í heiminn við kertaljós og jógatónlist, í baðinu og hefur átt hug minn og hjarta frá allt fyrsta augnbliki.

Amman sátt við nýja titilinn,  
með krafraverkð mitt á fyrsta degi, svo fallega og fullkomina litla dömu.
Svo setti ég allt á fullt við að gera gömlu fjölskylduvögguna klára áður en litla fjölskyldan kom heim næsta dag, en ég nýt þeirra forréttinda að þau búa hér hjá mér og vaggan stendur í stofunni hjá mér svo hvít og falleg.


og hér er litla daman komin heim í ömmukot og kúrir í vöggunni sinni fallegu...

En best af öllu þykir henni nú samt að liggja hjá mömmu sinni...

og ekki er síðra að kúra í fanginu á stolta pabba sínum,
en þessi fallegi gullmoli, sem er svo vær og góð fær að kúra í fanginu á okkur allann daginn,
 en þannig líður henni best og þannig trúum við að hún dafni best.

Þessa dagana á ömmulutverkið hug minn allann og ég get alveg trúað því  að þið faíð að sjá meira af ömmugullinu mínu enda er fátt sem ég get fundið fallegra til að deila með ykkur.
En jólpóstar munu læðast með inná milli því lofa ég.

Kveðja og knús 
frá ömmu Stínu 
sem svífur um á bleiku skíi.




Jóla-innlit á fallegt Dansk heimili

November 20, 2013














Með kveðju
Stína Sæm


Sætar gjafahugmyndir á þessum fallega Sunnudegi

November 17, 2013

 Er einhver mögulega í gjafahugleiðingum þessa dagana? 
Veistu jafnvel ekki alveg hvað á að gefa ömmu sem allt á, 
eða langar þig til að gefa öllum eithvað, þó blessuð buddan ráði ekki við eithvað fallegt fyrir alla ástkæru stórfjölskylduna og dyrmætu vinina. 
Heimagerðar gjafir eru alltaf jafn vinsælar og hvað er meira viðeigandi um jól en eithvað sætt og gott, eins og td heimagert sælgæti, kriddolíur eða drykkir í flöskum eða uppskriftir af brauði, kökum eða kakói í krukkum.
Ég hef tekið saman nokkrar ilmandi og sætar gjafahugmyndir, sem kosta aðalega tíma, ást og umhyggju.

Þú getur notað uppáhaldsuppskriftina þína, raðað saman hráefnunum í  krukkur úr eldhússkapunum og skrífað leiðeiningar á fallegann míða sem þú bindur á krukkuna með borða.


Hér að neðan eru þó uppskriftir og leiðbiningar með öllum myndunum ef þú átt ekki þína uppáhaldsuppskrift,
(þið bara klikkið á myndina)


quick-bread-in-a-bottle
 Fljótlegt brauð með súkkulaði bitum og haframjöli, með góðum leiðbeiningum og kenslu til að gera þennann fallega miða á flöskuna.

christmas-granola
 Jólalegt granola fyrir þessi sem hugsa um heilsuna.

beatehemsborg
Jólasmákökur frá Beate.
homemade Baileys 1 & 2
Tvær uppskriftir af heimagerðu Baileys.

Einfaldara og fljótlegra fyrir þá sem vilja Beileysið í kakóið.

Mulling Sachets

Jólakryddpokar til að setja í kakóið eða kaffið.

garlic and rosemaryoil
peppermint-bark

Chocolate fudge



Salted Chocolate-Pecan Toffee

saltadar karamellur i sukkuladihjupi

Chocolate Earl Grey Caramels

chewy-vanilla-caramels/





Eigð góðann Sunnudag
kær kveðja 
Stína Sæm



Auto Post Signature

Auto Post  Signature