Sjáið dúkinn minn....
hann er í algjöru uppáhaldi hjá mér, er frá House doctor, skemmtilega hversdagslegur og gamaldags og var brúðargjöf frá Ingu frænku sem veit sko alveg hvað virkar á mínu heimili.
í búðarferðinni sem ég sagði ykkur frá í síðasta pósti rakst ég á sama dúkinn (ok ekki sama eintakið en þið vitið hvað ég meina) og svona tauserviettur í stíl. Svo ég kipti með mér heim einni...