Top Social

pínu púkó og örlítið smart

August 31, 2012
Sjáið dúkinn minn.... hann er í algjöru uppáhaldi hjá mér, er frá House doctor, skemmtilega hversdagslegur og gamaldags og var brúðargjöf frá Ingu frænku sem veit sko alveg hvað virkar á mínu heimili. í búðarferðinni sem ég sagði ykkur frá í síðasta pósti rakst ég á sama dúkinn (ok ekki sama eintakið en þið vitið hvað ég meina) og svona tauserviettur í stíl.  Svo ég kipti með mér heim einni...

í púkó & smart

August 29, 2012
einn góðann dag í sumar, rölti ég um Laugarveginn í blíðskaparveðri og datt þá óvart inn um dyrnar á Púkó & smart.. nýjustu uppáhaldsbúðinni minni í bænum. Nú Það er engin önnur en Hera björk sem er búðarkonan í þessari nyju dásemd  og hún leifir okkur að fylgjast með hugrenningum sínum og jafnvel innkaupaleiðangri á fb-síðunni..  og það er svo gaman að fylgjst með þarna...

innlit í London

August 27, 2012
á síðu sem ég kíki á rakst ég á þetta glæsilega en mjög svo sérstaka heimili, hér er mjög klassískur stíll, poppaður upp með diskókúlum, trommusettum og fullt af listaverkum. Látum bara myndirnar tala sínu máli, og dæmi svo hver fyrir sig. nicety.livejournal.com ...

í teboðinu, á sætum sunnudegi

August 26, 2012
   ég rakst á þetta fallega teboð á blogginu hennar Amy Atlas, sweet design, og fanst alveg tilvalið að bjóða ykkur með mér, á þessum sæta Sunnudegi í ágústlok So much beauty....  at the tea party, on sweet sunday I found this beautiful tea party at Amy Atlas blog; sweet design, and it seemed ideal to welcome you with me, on this sweet Sunday in late August   Amy...

gleðilegann föstudag

August 24, 2012
Það er kominn föstudagur og að baki er heil vinnuvika hjá húsfreyjunni á þessu heimili,  á mínum vinnustað er fólk búið að vera að tínast til vinnu síðustu dagana,  en það þýðir ekkert að sumarið sé alveg á enda er það?    Það er amk ekki of seint að birta enn einn sumarlegan föstudagspóst. flickr.com raspberry basil mojitos við stelpurnar í vinnunni ætlum að...

Auto Post Signature

Auto Post  Signature