Ég hef nú ekki gert mikið af því að byrta hérna myndir af húsinu mínu að utan, þó ég búi í fallegu og veluppgerðu gömlu húsi í gamla bænum í Keflavík.
Ástæðan er nú einfaldlega sú að það var kominn tími á uppliftingu, þrátt fyrir smá viðhald á sumrin hefur mikið rið sprottið framm og hvítmálaðir fallegir skrautlistar orðið riðrauðir og flekkóttir og járnið blettótt, rennurnar voru riðgaðar í sundur og rauð og græn málning á viðarverkinu orðin upplituð og við héldum td að þakið hefði verið málað brúnnt en rauð þakmálningin var bara orðin svona upplituð.
Svo það var byrjað á frammhliðinni í vor, svo ég hafði pallin bakvið hús til að leita skjóls fyrir háþrystiþvotti og málningarslettum. En það var ekki spennandi útlitið á fallega húsinu mínu að framan;
Nú er frammhliðin búin og ég hef verið síðustu vikur að dúlla við að mála allt tréverkið við útitröppurnar á meðan pallurinn var stílfærður af eiginmanninum sem kallar sinn stíl construction style... og er komin í harða samkepni við stílfæringar húsfreyjunnar utanhús.
En það er allt í lagi þvi ég bara get ekki hætt að dáðst að húsinu mínu að framan,
þar sem það var verst.....
en er núna orðin svona undurfallegt og fínt :)
og þó að enn sé mikið verk eftir þá lagði ég frá mér pensilinn fyrir helgina,
fór á garðaútsölu og puntaði smá og skreyti hjá mér tröpurnar...
Svo er að sjálfsögðu kveikt á luktum og útikertum þegar sólin hættir að skína á kvöldin.
Það er svo svakalega huggulegt og kósý.
En nú er eins gott að drífa sig í vinnugallann, ekki er hægt að láta kallgreyið gera allt einn á meðan ég bara dúlla mér með blóm og kerti...
lágmark að vera amk í málningargallanum þegar hann kemur heim úr vinnu ekki satt?
Hlakka til að sýna ykkur meira þegar fleyri hliðar klárast.
Takk innilega fyrir innlitið og sérstaklega öll skilaboðin sem ég er að fá
þið eruð frábær