
Ég hef nú ekki gert mikið af því að byrta hérna myndir af húsinu mínu að utan, þó ég búi í fallegu og veluppgerðu gömlu húsi í gamla bænum í Keflavík.
Ástæðan er nú einfaldlega sú að það var kominn tími á uppliftingu, þrátt fyrir smá viðhald á sumrin hefur mikið rið sprottið framm og hvítmálaðir fallegir skrautlistar orðið riðrauðir og flekkóttir og járnið blettótt, rennurnar voru riðgaðar...