Top Social

Lofsstaðir fá smá útlitsmálningu

July 31, 2012
Ég hef nú ekki gert mikið af því að byrta hérna myndir af húsinu mínu að utan, þó ég búi í fallegu og veluppgerðu gömlu húsi í gamla bænum í Keflavík.
Ástæðan er nú einfaldlega sú að það var kominn tími á uppliftingu, þrátt fyrir smá viðhald á sumrin hefur mikið rið sprottið framm og hvítmálaðir fallegir skrautlistar orðið riðrauðir og flekkóttir og  járnið blettótt, rennurnar voru riðgaðar í sundur og rauð og græn málning á viðarverkinu orðin upplituð og við héldum td að þakið hefði verið málað brúnnt en rauð þakmálningin var bara orðin svona upplituð.

Svo það var byrjað á frammhliðinni í vor, svo ég hafði pallin bakvið hús til að leita skjóls fyrir háþrystiþvotti og málningarslettum. En það var ekki spennandi útlitið á fallega húsinu mínu að framan;




Nú er frammhliðin búin og ég hef verið síðustu vikur að dúlla við að mála allt tréverkið við útitröppurnar  á meðan pallurinn var stílfærður af eiginmanninum sem kallar sinn stíl construction style... og er komin í harða samkepni við stílfæringar húsfreyjunnar utanhús.

En það er allt í lagi þvi ég bara get ekki hætt að dáðst að húsinu mínu að framan,
 þar sem það var verst.....
en er núna orðin svona undurfallegt og fínt :)

og þó að enn sé mikið verk eftir þá lagði ég frá mér pensilinn fyrir helgina,
 fór á garðaútsölu og puntaði smá og skreyti hjá mér tröpurnar...



 Svo er að sjálfsögðu kveikt á luktum og útikertum þegar sólin hættir að skína á kvöldin.
Það er svo svakalega huggulegt og kósý. 
En nú er eins gott að drífa sig í vinnugallann, ekki er hægt að láta kallgreyið gera allt einn á meðan ég bara dúlla mér með blóm og kerti... 
lágmark að vera amk í málningargallanum þegar hann kemur heim úr vinnu ekki satt?


Hlakka til að sýna ykkur meira þegar fleyri hliðar klárast.
Takk innilega fyrir innlitið og sérstaklega öll skilaboðin sem ég er að fá 
þið eruð frábær
Stína Sæm


á ferð um Ísland

July 28, 2012
Ég ætla að leggja upp í ferðalag í dag og hitta frábæra ættingja á ættarmótinu á Stykkishólmi.
svo ég skellti mér inná pinterest eins og oft áður og leitaði þar af flottum myndum sem myndu lýsa ferð um landið og þar er sko um nóg að velja skal ég segja ykkur.
flestar myndirnar eru teknar á Snæfellsnesi (amk merktar þannig) en aðrar bara svo dæmigerðar fyrir ferð um landið okkar.

Svo við skulum bara spenna beltin, hækka í útvarpinu og  leggja í´ann ...
og muna að njóta ferðarinnar.




fanst þessar tvær myndir af Arnarstapa svo flottar að ég hef þær bara  báðar með.



Álfheiður Erla

þessi undurfallega og skemmtilega mynd er tekin á snæfellsnesi .
kanski maður skelli sér bara í hjólreiðartúr ...í stígvelunum.
(ljósmyndarinn er  Álfheiður Erla)

og svo er það Stykkishólmur.
 það eru mörg ár síðan ég kom á stykkishólm og man hvað mér þótti fallegt þar,
hlakka til að skoða mig um og sjá aftur öll fallegu húsin þar og þetta undurfallega bæjarstæði.


En hvar sem við erum á landinu okkar fallega,
 er nauðsynlegt að staldra við og njóta nátturunnar sem við eigum, 
því  hér heima er svo margt fallegt að sjá



Stína Sæm



í útilegu um helgina

July 27, 2012
Ég er að fara á ættarmót í Stykkishólmi um helgina
Photos by Ben Williams for Matchbook Magazine

Er voða spennt, það er alltaf svo ægilega gaman að vera á ferðalagi með stór fjölskyldunni.
þá er nú eins gott að henda því allra nauðsynlegasta, fyrir alvöru útilegu, í bílinn,

etsy.com
 og ekki er verra að hafa almennilegann trukk til að keyra um Islenskar sveitir

við ætlum að sjálfsögðu að tjalda,

og ekki má gleyma nestiskörfunni

jennifercausey.com/lifestyle
svo við getum farið í piknic

og haft það voða notalegt

En er þetta ekki líkara Íslenskri útilegu, 
ullarteppi, hlýr fatnaður, eithvað gott að drakka og fullt fullt af fersku lofti og góðu skapi langt framm á nótt.


Ætlar þú í útilegu um helgina?

Stína Sæm

í Evita á Selfossi

July 25, 2012

Það var í byrjun sumars sem ég keyrði í gegnum Selfoss og rak augun í verlunarglugga sem mér þóttu í meira lagi girnilegir...
en það var búið að loka.

 Í næstu skipti á eftir var ég alltaf  annaðhvort svo seint á ferðinni eða að gera eithvað allt annað (vissi að ég þyrfti minn tíma þarna inni) svo það var ekki fyrr en um síðustu helgi sem ég loks gat kíkt inn.....


og ómæ ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum,
þarna voru bara þvílikar gersemar fyrir svona sveitafílings-óða konu eins og mig (enda í mekka sumarhúsana)
ótrúlegt úrval af fallegum hlutum, luktir og bakkar, sveitalegt leirtau, kertastjakar og lampar..bara nefna það, gler, hvítt og sink blasti við upp um allar hillur.
fallegar höldur eru bráðnausynlegur partur af svona búð..
einhverskonar nammibar okkar húsmæðrana
því það er svo ótalmargt hægt að gera við svona höldur.
æi þær eru bara svo fallegar
geggjaðir snagar af öllum gerðum ..
 eithvað þarf maður að geta gert við allt fallega dúlleríið sitt og þar kemur fallegt snagabretti sér vel

og sjáið bakana og brauðboxið..og..og
.....og fallegu luktirnar.

Svo er þarna ótrúlega mikið úrval af  IB Laursen vörunum sem ég hef verið að úúúa og vá-a yfir hér á blogginu nokkrum sinnum... vörur sem ég sé í eldhúsinu hjá annarri hverri Norskri bloggdrottnigunni..

og þetta er sko margfalt meira úrval af leirtauinu en ég sá í Norsku búðunum  um daginn...
Svo fallegir litir samankomnir á einu borði


Rautt með hvítum doppum.. svo dásamlega retro eithvað
finst það eiginlega alveg fullkomið í sumarbústaðinn :)


og hér er svo það sem ég hefur verið á óskalistanum hjá mér....
 hvítt, kremað og ljós grænt eða gult.. en óvænt!!
þeytiskálar, morgunverðarskálar og litlu krúttlegu formin.
þetta er svo einfalt og sveitó að ég get ekki annað en fallið fyrir því.


og þessir glerhjálmar eru með dásamlegu munstri og letri með sandblástursáferð... svo fallegt

Fleyri luktir, kertastjakar og lampar
já hér er svo margt fallegt að sjá og skoða


og þegar ég kom svo að afgreyðsluborðinu voru öll skemmtilegu skilltin sem ég skildi eftir í búðunum í Noregi hangandi þarna upp á vegg ,
og klukkurnar!!!

 vá hvað mig bráðvantar amk eina svona fallega klukku


Það er algjör draumur að komast í svona búð, sem er stútfull af gersemum sem bara er svo gaman að skoða, og láta sig dreyma, kanski snerta smá og jafnvel laumast eitt og annað með að afgreiðsluborðinu, með loforði um að ég komi fljótt aftur til að ná í eithvað af öllu hinu sem langar svo heim með mér..

En það var bara ógó lítill poki sem ég kom með heim, enda ég með eindæmum stapíl og hagsýn kona hmm.
og hvað skyldi það hafa verið?



Bara þessar tvær pínulitlu, en margnota skálar,
en  fyrst og fremst þá má baka í þeim,
 litla deserta td eða möffins

og kemur sér svo vel þegar ég  vil hafa eithvað oggólitið að narta í með kaffinu á meðan ég er að klambra saman einum bloggpósti.



Ég mæli amk með að þið kíkið í Evitu næst þegar þið eigið leið um suðurlandi. 
myndirnar úr búðinni  fékk ég á evita.is .. 



Stína Sæm


stafað

July 24, 2012
Ég á nokkra stafi sem ég er voða hrifin af, þeir eru hvítir en alveg mátulega ófullkomnir til að passa allstaðar hjá mér og hafa alveg verið hér og þar .
í borðstofuglugganum mynda þeir orðið HOME
og á gömlum silfurbakka standa upphafstafirnir okkar Gunna....
og þar er nú alveg um ýmislegt að velja ..
þetta einfalda er nefnilega ekkert alltaf of einfalt sko..
Gunni og Stína
Kristín og Gunni
(sonur minn spurði reyndar hvort þetta stæði fyrir kíló!!)

svo get ég líka verið ógó sjálfhverf og haft það Krístín Sæm

Gæti hugsað mér að eiga alveg fullt af þessum stöfum svo ég gæti "skrifað" allt mögulegt um allt hús og breytt þeim eftir geðþóttum húsfreyjarinnar.
Sé td eftir að hafa ekki keypt stafina í  orðið "sumar".


En hvað um ykkur?
Hvaða orð mynduð þið helst vilja eiga í svona stökum bókstöfum?

Stína Sæm



Auto Post Signature

Auto Post  Signature