Top Social

nýtt í eldhúskápnum á föstudegi

April 13, 2012
Ég er að verða pínu skálar óð held ég, amk finst mér voða gaman að finna nýjar og fínar skálar. 
Ég hef verið að sjá skálar á netinu frá fínum dönskum merkjum, sem mig dreymir um að eignast (á að vísu eina voða fallega frá Greengate) en það vill svo skemmtilega til að það er verslun hér í næstu götu sem er með  ægilega flottar vörur frá hinu Franska, Emile Henry.. hljómar flott ekki satt, enda alveg ekta  einfaldar og flottar franskar leirvörur.
og ekki er verra að geta bara komið við eftir vinnu á föstudögum og verslað smá... (ja svona ca einu sinni í mánuði þá er það ekkert mikið mál fyrir budduna.. og samviskuna) 





Ég er búin að næla mér í nokkur stk, í þeim litum sem mér líkar og ætla svo að bæta við fleyri hvítum og hafa svo litina til að blanda samanvið og ekki væri verra að næla sér í fleiri munstraðar og fíngerðar frá Greengate til að poppa það upp.

Skálunum nýju og fínu var svo skellt í glerskápinn minn, sem hefur tekið smá litabreytingum síðan ég sýndi ykkur inní hann síðast, en allt rautt og munstrað er komið til hliðar í bili og brúnir tónar fá að ríkja eins og er.
Hér er ekki hikað við að blanda saman hversdags leir og öðru fínna, lítil stéttarskipting í leirtauinu í þessum skáp.

Fíla alveg þennann sígilda og einfalda stíl á skálunum, enda eithvað sem hefur verið til í laaangann tíma og mér finst þær passa voða vel innanum annað fíngert og munstrað 

Fullt af Ikea glösum af ýmsum gerðum og stærðum
gler, leir og fínasta póstúlín með.
og svo fær viktin mín eldgamla að sitja þarna til að passa uppáhldsbollann minn.


Það sem hægt er að mynda einn skáp!!





Vonandi eigið þið öll góða helgi
munið að sjá það litla og fallega sem er allt í kringum okkur

Stína Sæm



9 comments on "nýtt í eldhúskápnum á föstudegi"
  1. Bara gordjöss, ekkert annað! Góða helgi :)

    ReplyDelete
  2. Svo flott!!!

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk Hjördís mín, bíð þér kanski í súpu einhvern daginn eða bara sallat í sumar ;)

      Delete
  3. I love all your pretties!!
    You too have a happy week end, dear friend!!

    ReplyDelete
  4. Ég elska þennan skáp! Góða helgi nafna mín og hafðu það súpergott :)

    ReplyDelete
  5. Myndarlegur skápur í orðsins fyllstu...

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature