Top Social

á borðinu fyrir páska

April 1, 2012

Það er aðeins vika til páska svo mér fanst tilvalið að hafa smá páska áhrif á kvöldverðarborðinu í gærkvöldi. 




Lítil gul blóm í krukkum og sprittkerti í eggjabikurum 



mjög einfalt og fallegt... ég átti hinsvegar erfitt með að ákveða hvort ég ætti að hafa kertabikarana sem diskaskraut eða með blómunum í miðjunni.
Mér hefur alltaf þótt alveg ægilega gaman að leggja á borð og á það til að dúlla dáldið lengi með bara svona einfalt borð eins og þetta.... og tilefnið var í raun ekkert nema það að minn yndislegi eiginmaður var að elda dásamlega steik handa okkur.




Þessar myndir tók ég svo  núna í dag af páskagreinunum í elhúsglugganum og blómunum á borðinu. blómin eru bara í eldhússkál og pappír  (sem var hirtur af einhverjum pakka einhverntíman)vafið utanum pottinn og snæri bundið utanum og svo merkimiðar sem ég prentaði út og hengdi á blómið og páskagreinarnar ( finnið  tags hér. bara prenta, klippa og hengja)




Ég vona að þið eigið öll góða helgi.
Stína Sæm


1 comment on "á borðinu fyrir páska"
  1. Notalegt, bjart og fallegt, takk fyrir þetta. Og svo áttu líka svo dásamlega fallega glugga!!

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature