Top Social

í kjallaranum

March 5, 2012



Þar sem ég var að byrja  að vinna koma perur og appelsínur í miklu magni, í þunnum trekössum, ekki ósvipuðum mandarínukössunum sem við sjáum í búðunum í desember...(muniði hvað ég var hrifin af þeim hér)  þessir eru bara mun stærri og perukassarnir eru líka þónokkuð grófari en hinir. Ég var að byrja að taka kjallarann í gegn og leið eins og þessi vinna hafi verið send mér af himnum ofan þegar ég sá inní grænmetiskælirinn og nyja konan reyndist stórundarleg og fór að bera alla kassana útí bíl, en ekki í endurvinslugáminn fyrir aftan hús.


DIY:
Ég læt stálull liggja í ediki amk einn sólarhring og pensla því svo á kassana, eftir nokkrar mínutur verða þeir gráir eins og þeir hafi legið úti nokkurn tíma og svo pensla ég þá með Melrose´s te, og fæ þá enn betri og eldri áferð. Bara teið dugar, en þetta tvennt saman kemur mun betur út.
Einfalt og auðvelt.


.




Stína Sæm


9 comments on "í kjallaranum"
  1. glæsilegt hjá þér Stína þetta kemur mjög flott úr hjá þér þú ert að verða algjör kassadrottning.
    kveðja Adda

    ReplyDelete
  2. geggjað flott hjá þér, skemmtileg hugmynd

    ReplyDelete
  3. takk stelpur.
    Já ég er dáldið veik fyrir trékössum haha

    ReplyDelete
  4. takk fyrir þetta tips, á eflaust eftir að nýta mér það
    kv Dagný

    ReplyDelete
  5. Vá yndislegt.. ég er svo lengi búin að reyna að finna mér fallegan trékassa sem ég get notað til að safna tímaritum í áður en ég fer með þau í endurvinnslu. En þeir kosta alir út úr búð eitthvað um 10.000 kall og það finnst mér hrikalega mikið :/ Hvar get ég orðið mér út um svona kassa?

    Kv. KT

    ReplyDelete
    Replies
    1. já það er mikið nær að endurnýta svona hluti til að nota undir endurvinnslu pappírinn.
      En ávextir koma í svona kössum í alla stórmarkaði í miklu magni (sérð þá í grænmetiskælinum í bónus ef þú athugar málið ;) en þeir eru auðvitað ljósir og hlaðnir merkjum. Það eru perukassar sem ég nota sem tímarita kassa. getur örugglega beðið um að tala við þann sem sér um grænmetiskælirinn í þeirri verslun sem þú verslar í.
      Gangi þér vel

      Delete
  6. Já ok mér finnst þessir kassar í kælunum alltaf svo aumingjalegir að mér hefur ekki dottið í hug að þeir væru nothæfir :)

    En ég tékk klárlega á því næst.. takk ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. já þeir virka ósköp aumingjalegir, og sumir þeirra eru ekki með flottum botni og þar af leiðandi ekki hægt að hafa þá upp við rönd. En þeir eru furðu hraustir miðað við allt og hafa ekkert verið að gefa sig hér hjá mér, enda gerðir til að bera þokkalegt magn af ávöxtum ;) og enda flestir í ruslinu svo það er um að gera að nýta þá eithvað.
      Ég myndi þó ekki nota þá til að setja upp á vegg sem hillu.
      kv Stína

      Delete
    2. Búin að útvega mér kössum :) En þá er það spurningin.. hvað eru með mikið af ediki? Og þú notaf eflaust sápulausa stálull ekki satt? Notarðu stálullina til að bera á kassana eða notarðu pensil? Þú mátt endilega senda mér ýtarlegan póst ef þú vilt ekki svara hérna inná :) (k_t_85@hotmail.com)

      -KT

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature