Top Social

á nytjamarkaði

March 27, 2012
Hér í Keflavík er nytjamarkaður, sem ég kíki ekki nógu mikið á. en í dag kom ég við þar eftir vinnu enda staðsett við hliðina á vinnustaðnum.. heppna ég.
Þar rakst ég á þessar eldgömlu bækur sem fengu það hlutverk að sitja á stofuhillunni


Þessar tvær eru Norskar gersemar frá 1907 og 1911

Þetta er smá sýnishorn af leturgerðinni í bókunum.

Þessar eru Danskar og frá  1911 og 1933 en amk önnur er þýdd frá Norsku
á líklega eftir að leika mér mikið með þessar sem uppstillingu og myndefni.... 
finnst þær bara svo fallegar....
og svo eru þær fremur áhugaverðar að kíkja í líka.

og svo datt ég niður á þessa fallegu mynd sem hékk þarna og beið eftir að komst heim með mér og  upp á vegg í risherberginu.

Veggurinn var svo tómlegur svo ég prentaði út nokkrar blómamyndir og hengdi upp með teiknibólum og svo bætist myndin við og er bara fullkomin með, á vegginn fyrir ofan rúmið.

Er þetta ekki fallegt?




Stína Sæm


5 comments on "á nytjamarkaði"
  1. Dásamlega fallegt :) og bækurnar eru gersemi! Takk fyrir linkinn í gær, mikið af skemmtilegum afmælum að skoða.

    Kær kveðja
    Soffia

    ReplyDelete
  2. Nostalgíukast því svona mynd var í herberginu mínu þegar ég var krakki, en hún er löngu glötuð! Gaman að fylgjast með þér, takk fyrir frábæra síðu, kveðja Sigga

    ReplyDelete
  3. það er allt svo kósí og flott hjá þér alltaf. er alveg að fíla svona gamlar bækur líka, þarf á næla mér í svoleiðis næst þegar ég á leið á nytjamarkaðina :)

    ReplyDelete
  4. Það eru til ýmsar útfærslur af varðenglamyndum en þessi er nákvæmlega eins og mynd sonar míns nema hvað það sést aðeins minna af brúnni á hans mynd.

    ReplyDelete
  5. Jú þetta er sko fallegt, flottar gömlu bækurnar, flottar myndir og risherbergið þvílíkt kósý og flott :)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature