Top Social

jólin mín í strigapoka

December 6, 2011

 Það vill svo heppilega til að hér í bæjarfélaginu er kaffiverksmiðja, og þangað koma heilu gámarnir af kaffibaunum í strigapokum.
Ég fór þangað um daginn og fékk hjá þeim góðann bunka og nota þá óspart í skreytigarnar hjá mér.


Her er frekar gróf skreyting, sem á eiginlega að vera eins og þú sért að horfa á skógarbotn...
....með kertum :)


þegar ég sá myndirnar ákvað ég að færa kransinn til og allt myndað aftur:



Á greninu hangir svo tré skrautið sem bóndinn keypti í Letlandi um árið og fer svona ægilega vel með þessu öllu saman.


Á skáp úti í horni er svo annar strigadúkur og lítil tré skreytt með striga, ægilega amerískur jólasveinn en í svona brúnu og skemtilegu dressi og krukkur sem hafa verið skreyttar á ymsann hátt.



 Já það er sko ekki snjór og frost og glamúr í hverju horni. Brúnt og náttúrulegt fær líka að njóta sín, svona ef einhver hefur verið að undrast allt þetta glitrandi hvíta hjá mér til þessa.
 Ljósmyndarhæfileikar mínir ekki alveg til að státa sig af en  ég vona að þið náið nokkurnvegin hugmyndinni.


með kærri kveðju
5 comments on "jólin mín í strigapoka"
  1. Oh hvað þetta er fallegt hjá þér elsku Stína;) Væri sko til í að kíkja til ykkar og fá jólastemminguna í æð. Það sem er komið hér úr kössunum er bara hvítt.

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  2. Fott að hafa svona strigapokauppsprettu.

    ReplyDelete
  3. ekkert smá jólalegt og fínt!
    Já maður er fljótur að sjá hvað fer best þegar búið er að smella mynd.
    Einhvernveginn datt mér aldrei í hug að fara til þeirra eða hringja og athuga málið þegar mig langaði SVO og langar enn SVO í eins og nokkra strigapoka. Eru einhverjir stimplar á þeim eða hvað???

    Bestu kveðjur héðan úr Oslojólasnjó
    Dagný

    ReplyDelete
  4. Já það er sko flott að hafa svona strigapokauppsprettu hér á svæðinu, og mér hefur aldrey áður dottið í hug að ath með þetta hjá þeim. og jú þeir eru með æðislegum stimplum á, nota bakhliðarnar í þetta, og geymi hitt í eithvað enn betra.
    takk innilga fyrir kveðjurnar dömur
    kveðja;
    Stína sem er á kafi í jólasnjó

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature