Top Social

á óskalistanum.......... fyrir eldhúsið

May 23, 2011
Það er svo mikið af fallegum eldhúsvörum sem mig langar í,  ég hef td verið veik fyrir litríku vörunum frá  Greengate eins og ég sagði frá hér.  En það eru sko fleyri eldhúsvörur sem heilla konuna......
Enn og aftur eru það danskar vörur sem heilla, en vörur frá Ib Laursen er að finna í eldhúsinu hjá mörgum af norrænu bloggvinkonunum



á mörgum síðum sem ég skoða eru ekki bara fallegar kökur, fallega frammbornar, heldur eru þær bakaðar fallega!!!!!
hér hjá  passion 4 baking er gott dæmi.
allt vigtað og mælt í svona fallegar keramikskálar og baksturinn myndaður með uppskriftinni



ekkert verið að nota gamalt plastdót þarna!
Ég þarf greynilega að fara að taka mig á í þessu

finst þessar skálar svo flottar

og svo fer þetta svo vel í opnum hillum...

mér finst þetta bara algjör dásemd.



Svo rakst ég á þessar frábæru bökunarvörur í Hagkaup í Kringlunni fyrir nokkru síðan, og vá hvað mér finst þær geggjaðar.

það væri sko ekki erfitt að baka fallega með svona vörum

allt í svona flottum retro stíl.
og svo þegar búið er að baka fallegar kökur, með fallegu bökunarvörunum er ekki verra að geyma þær í svoan fallegum boxum ....


hér er svo ein sem á fullt af fallegum eldhúsvörum og kann svo sannarlega að koma þeim vel fyrir og raða og mynda


ég myndi vilja eiga allt í þessari hillu nema líklega myndi ég velja meira grænt og bage frekar en bleikt og blátt.
 en ég mæli með að skoða eldhúsið hennar.



3 comments on "á óskalistanum.......... fyrir eldhúsið"
  1. Góðan og blessaðan daginn. Verð að segja þér frá því að ég sá vörur frá Ib Laursen úr þessari línu, í versluninni Evítu í Starmýri(held ég örugglega) í dag, keypti einmitt doppótta kaffibolla, algert æði !
    Kveðjur,
    Dóra

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir það. Ég ath þetta :)
    og til hamingju með doppóttu bollana þína;)
    kveðja Stína

    ReplyDelete
  3. ég fekk einmitt svona sprautu sett úr Hagkaup í afmælisgjöf og ætla svo líka að fá mér fleira úr þessari línu mér finnst hún algjört æði
    kveðja Adda

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature