Ég var að byrja í nýrri vinnu, þar sem ég er húsfrúin á nýju og flottu kaffihúsi í Kvikunni í Grindavík.
Þar eru syningarnar Jarðorkan og Saltfisksetur Íslands,sem er frábær sýning um saltfiskverkun á Íslandi, og auðvitað samansafn af augnkonfekti fyrir konu sem er veik fyrir öllu sem er gamalt og ryðgað.
Já lífið er saltfiskur sagði einhver.
ég var með myndavelina í veskinu svo ég ákvað að smella af nokkum myndum...
... af skóm (hefði ekki viljað vinna í fiski í þessum, en væri til í að eiga þá upp á punt)
...af þoski í hjólbörum.... vá hvað ég væri til í að eiga þessar.
fullt af ryðguðu og gömlu dóti.
þarna er verkfæri sem ég hef oft notað á mínum fiskvinnuferli en finst það virka ævafornt þarna... hvað er ég þá?
Einsog við seum komin nokkuð mörg ár aftur í tímann.
extra superior - with head
saltfiskþurkun, utandyra í kjól og með svuntu brrrrr
já ekki amalegt vinnu umhverfi er það?
sjáumst við höfnina í sumar.
En þar til.. hafið það sem allra best
Kláraðu mig ekki systir góð :-)
ReplyDeletehaha
ReplyDeleteÆðislegar myndir! Við þurfum endilega að kíkja á þig!
ReplyDeleteKV.Hjördís
til hamingju með nýju vinnuna lítur út fyrir að vera mjög spennandi kveðja Adda
ReplyDelete