Top Social

Stína Sæm kynnir: Miss mustard seed´s Milk Paint hjá Svo margt fallegt

November 2, 2015
Það er mér sönn ánægja að segja frá því
 að nú er ég komin með Miss musdard seed´s Milk Paint í sölu, 
hér á nýju vinnustofunni, í skúrnum hjá mér,


Milk Paint eða mjólkur málning er ævaforn nátturuleg málningar uppskrift,  með aðeins fimm grunn innihaldsefnum; kalksteinn, krít, leir, mjólkurprótein (casein) og litarefi. hún er alveg eiturefnalaus, er seld í duftformi svo hún geymist vel og lengi og fer lítið fyrir henni.
Áferðin er mött, sjarmerandi og gamaldags og það er bæði auðvelt og mjög skemmtilegt að vinna með milk paint. 
Marian sem er með bloggið "Miss mustard seed" langaði til að þróa sína eigin línu af milk paint með sínum uppáhalds litum og úr varð heil vörulína af Miss mustard seed´s Milk paint (MmsMilk Paint) sem nú er seld af yfir 200 söluaðilum í Us, víða um Evrópu, Ástralíu og nú kæru lesendur, loks á Íslandi

Litaúrvalið hjá Mms Milk Paint, sem skartar 24 litum er bæði fjölbreytt og heillandi þar sem allir ættu að finna liti við sinn smekk,

Hér finnurðu alla liti regnbogans,
Nokkur litbrigði af hvítum og dásemdar gráa tóna,

Svo ekki sé talað um svarta litinn Typewriter. 
(pínu uppáhalds hjá mér núna)

og þegar nýja evrópulínan kom á markaðinn í byrjun ársins,
 með sex gordjöss nýjum litum, 
mildum og fallegum pastellitum:
óræðum litatónum, steingráum, mintu grænum, antík bleikum, marsípan hvítum og fölbláum,
þá var ég alveg fallinn og varð að kynna þessa dásemd fyrir Íslenskum fagurkerum og saman getum við gert svo margt fallegt fyrir heimilið.
Vörulínan frá Mms Milk Paint  er mun meira en bara málningin,
 en hjá mér færðu líka allt annað sem þarf til að gera lítið kraftaverk.

Sem yfirlag til að verja málninguna erum við með bæði vax og olíur:
Hér færðu bæði húsgagna vax
 og hvítt vax sem er nýjung í MmsMilk paint línunni.
 Skemmtilegt antík vax


Hemp olíu sem er tilvali til að vatsverja mjólkurmáligua og er líka æðisleg til að bera á hráann við, til að næra og verja.
 og ekta bíflugnavax, sem er kjörið til að bera á viðar-sallatskálar og trébretti.




Þú færð málningar og vaxpenslana hjá mér,

og nátturulega pensla sápu.



já hér færðu allt  á einum stað,
 Meira að segja mæliskeiðar og  áhöldin til að hræra málinguna líka.

Það er sáraeinfalt að blanda málninguna, 


þú notar einn hluta af vatni á móti einum hluta af dufti 

og hrærir bara vel með skeið, písk eða rafmagns þeytara, 
þú getur líka hrist hana saman í krukku.





Svo er bara að munda pensilin og njóta þess að mála.


Seinna í Nóvember byrja ég svo með námskeiðin,
þar sem við lærum allt um málninguna.
sjáið allt um það hér.

Ef þú vilt vita meira geturðu haft samband við mig á facebook/stinasaem
sent mér línu á stina@svomargtfallegt.is
eða heimsótt mig á vinnustofuna.
En ég er með vinnustofu og verslun í bílskúrnum hjá mér 
að Klapparstíg 9 í Keflavík, 
230 Reykjanesbæ
opnunartíminn er eithvað óræður enn,
en endilega hringið ef þið viljið kikja s 8938963

Hlakka til að sjá ykkur,
kveðja 
Stína Sæm




ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature